Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, september 02, 2006

Upp og niðurgírun

Það er spurning hvað kemur út úr þessari vísindakönnun sem framkvæmd var í gærkveldi, Baun. Þurfum að bera saman bækur okkar. Gæti orðið athyglisvert, er nefnilega ekki viss um að á kósí stað sé eins og B5 fyirfinnist ódauðlegar fyllibyttur og annað hyski.
Hér dingla þær enn, og lyfta glösum sem aldrei fyrr.
Hef annars eytt deginum í svona stúss.
Fundaði fyrst með einni ungri konu hér í bæ því mikið hefur verið að mér lagt að stofna hér Kvennakór. Nú er allt að fara af stað og auglýst verður í næstu viku. Hlakka mikið til að sjá hvort undirtektir verði eins og við vonum.

Við tók að byrja að baka fyrir viðburð næstu hlegar.
Yfir 300 stk. að kókostoppum eru í hrúgu á eldhúsborðinu en ég þarf eitthvað að breyta uppskriftinni af brauðinu , ekki alveg að gera sig.
Og.. svo eldaði ég fyrir mig sjálfa. Já, ég gerði það. Ekki eitthvað hraðsuðu sull úr poka, nei bara fínan núðlurétt með kjúlla og engiferi mmmmm............. gerði reyndar dálítið stóra uppskrift. Ekki alveg búin að finna hlutföllin frá því að elda fyrir 6 manns og fyrir einn.
En æfingin skapar meistarann.

Fór einnig í búð til að versla í brauðuppskriftina. Mér til mikillar furðu eru ekki til pecan hnetur á Ísafirði. Koma kannski í næstu viku. Fann ekki heldur maísmjöl og creme of tartar sem ég þarf í Pavlovuna. Ja hér, þarf aðeins að gíra mig niður og venjast þessu. Fannst samt eitthvað svo dásamlega skemmtilegt að upplifa þetta. Svona dáldið sveita stemmingin.
Sem er bara falleg og einföld.
Kvöldinu verður varið fyrir framan sjónvarpið. Er enn dáldið slöpp eftir þessa viðurstyggilega heimsókn óboðins gests. Jákvæða er þó að ég gat sungið svolítið í dag og æfði mig í því að syngja sluffur og trillur.

3 Comments:

  • At 3/9/06 12:57 f.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Þú ert svo húsleg! You're putting us all to shame!!!

     
  • At 4/9/06 10:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    kæra Syngibjörg, mikið væri nú frábært að barrölta með þér:) þessi helgi sem þú nefndir, sept-okt er því miður upptekin hjá mér, því þá fer ég í Borgarfjörðinn í árlegt húsmæðraorlof...en vonandi eigum við eftir að spranga saman og skoða karlpening krítískum augum:)

    var annars alla helgina í sultugerð, komst varla í tölvu (enda strákarnir mínir hjá mér og þeir leyfa mér voða sjaldan að komast að..)

     
  • At 6/9/06 3:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hmmm voruð þið að gera vísindakönnun þarna um kvöldið? Vorum við unga fólkið okkur til skammar nokkuð? ;)

    Líst annars vel á kvennakórinn, ég myndi bókað vera með ef ég yrði hér í vetur. En óska ykkur þess í stað góðs gengis og skal mæta á tónleika ef ég er á staðnum!

     

Skrifa ummæli

<< Home