Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, september 11, 2006

Bjóðið mikla

Mikið er tryllingslega gaman að fá alla vini sína westur, fljúgandi og keyrandi til að gleðjast með sér á þessu merku tímamótum sem eru í dag 10. september.

Og ekki er verra að fá óperu í 9 þáttum ,sí svona, í afmælisgjöf.
Hló dátt og tárin runnu.
Frumsamið lag og ljóð var einnig flutt við þetta tækifæri með tilheyrandi útskýringum og glensi.
Litli bróðir var með uppistand og sló svo rækilega í gegn að allir stóðu á öndinni á milli þess sem hlátursrokurnar fuku um salinn.
Svo söng Ponsí og bræddi alla.

Góður frændi sagði við mig í gærkveldi þegar klukkan var yfir miðnætti, sko frænka
þú ert núna komin í hóp þeirra sem eru on the top of the hill.
Ég aftur á móti, sagð´ann, er kominn í hóp þeirra sem eru komin over the hill.
Svo þú átt langan veg framundan, njótt´ans.

Það er nú ekki leiðinlegt að halda boð, klæða sig í samkvæmiskjól og setja á sig gloss.

Elskurnar mínar nær og fjær; TAKK.

15 Comments:

  • At 11/9/06 12:36 f.h., Blogger GEN said…

    Til hamingju með daginn í gær :-)

     
  • At 11/9/06 7:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju!!! Ó, hvað þetta hefur verið mikið skemmtilegt! Vonandi sýnir þú okkur myndir ... ég hlakka svo til að sjá hvað þú varst sæt í kjólnum og með glossinn!

     
  • At 11/9/06 8:15 f.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Verður að henda inn myndum:)

     
  • At 11/9/06 8:27 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    til hamingju :-) Mikið hefði nú verið gaman að vera þarna með þér.

     
  • At 11/9/06 8:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    frábært að dagurinn lukkaðist svona vel. þú átt ábyggilega góða að:)

     
  • At 11/9/06 9:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku Ingibjörg mín - Innilega til hamingju og gaman að heyra hvað þetta gekk allt frábærlega fyrir sig ! Tek undir með Guðrúnu Láru og panta að sjá myndir afmælisbarninu :o)
    Kærar kveðjur að sunnan,
    Halla.

     
  • At 11/9/06 9:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    til hamingju með daginn í gær mín kæra og frábært að heyra hvað þetta heppnaðist vel :D

     
  • At 11/9/06 10:52 f.h., Blogger Blinda said…

    Gaman að þessu!
    Nú er þetta rétt að byrja.

     
  • At 11/9/06 1:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með gærdaginn, varð að láta nægja að vera með þér og þínum í anda. Mér var tjáð fyrir nokkru að við þessi tímamót færi í hönd besti áratugur konunnar. Þrátt fyrir stutta reynslu er ég ekki frá því að það sé satt!!!
    Knús og kram, Mjöll

     
  • At 11/9/06 1:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já segi það sama, innilega til hamingju með gærdaginn! Og myndir já takk :o)Við í Mótó söknum ykkar frábæru sóprönur líka.

    Bkv.
    Hrefna.

     
  • At 11/9/06 2:02 e.h., Blogger londonbaby said…

    Til hamingju með afmælið kæra frænka.. The only way is up...baby!!!

    kv

    Þórdís

     
  • At 11/9/06 3:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með daginn í gær!!
    Kveðja, Halldór og Jóna

     
  • At 13/9/06 5:56 e.h., Blogger Ásdís said…

    Innilega til hamingju með daginn. Gott að heyra að hann hafi verið ánægjulegur
    :)

     
  • At 13/9/06 10:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku Ingibjörg, til hamingju aftur og TAKK fyrir mig!
    Hérna, hvernig væri nú að ræna uppskriftinni að bestu fiskisúpu í heimi og smella henni hér inn á vefinn? Namm, ég fæ vatn í munninn....

     
  • At 13/9/06 11:18 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já ég skal setja uppskriftina á vefinn ekkert mál, hún kemur frá söngkonu og það svíkur sko engann :O)

     

Skrifa ummæli

<< Home