Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, september 13, 2006

Þetta er fyrir Dísu Skvísu og alla hina sem finnst gaman að góðum mat.

Fiskisúpa úr bjóðinu mikla.

1 stk. laukur – tvær tsk. karrý brúnað í olíu.
1 dós tómatur m. oregano, basil og garlic.
1 dós ferskjur.
1 dós kókosmjólk.
2 fiskiteningar + 1 kjúklingateningur, 4 dl. vatn – leyst upp.
Ca. 700 gr. Fiskur (lax, lúða, ýsa) rækjur, strá salti yfir fiskinn.
Kryddað með pipar, oregano og basil.

Fersk steinselja stráð yfir

Borin fram með góðu brauði, olífu -sólþurkuðum tómötum eða hvítlauks.
Og góðu víni rauðu eða hvítu.

10 Comments:

  • At 14/9/06 9:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jesssss! Takk takk :)

     
  • At 14/9/06 9:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir síðast elsku vinkona, þetta var gersamlega frábært, hef ekki skemmt mér svona vel lengilengi!!!
    TIL HAMINGJU MEÐ KONURNAR ÞÍNAR, ef þær eru allar eins frábærar og þessar sem ég hitti í afmælinu þínu er bara hægt að hlakka til og vera glaður, gangi ykkur vel.
    Bíllinn! já hann er sko bara frábær í alla staði! TIL HAMINGJU með þetta allt, ég veit að þetta getur ekki orðið neitt annað en STÓRKOSTLEGT. Skilaðu kveðju til þinnaR yndislegu fjölskyldu. Hlakka til að hitta þig í bænum næst.
    Kv.OÞ

     
  • At 14/9/06 9:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gleymdi að hæla súpunni, sú besta fiskisúpa sem ég hef smakkað! hvet alla, sem þetta lesa, að prófa!

     
  • At 14/9/06 11:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    takk fyrir uppskriftina, lítur mjög vel út:)

     
  • At 14/9/06 2:35 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    ÉG þekki líka eina Dísu sem er kölluð Dísa skvísa..langaði bara að segja þér það:)

     
  • At 14/9/06 4:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jöminn hvað þetta er girnilegt!

     
  • At 14/9/06 8:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Pakkinn kominn! mjög ánægð með innihaldið, skilaðu kveðju til Jóns og Gunnu.
    KV.OÞ

     
  • At 14/9/06 9:31 e.h., Blogger Halldís said…

    Hæhæ, ég ætla pottþétt að prófa þessa súpu, en að öðru. Ég er komin með blogg og ef þú kíkir á það sérðu mynd af Viktori Óla sem Júlíanna eignaðist í gærnótt!
    Heyrumst, kv. Halldís

     
  • At 20/9/06 10:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mikið er ég glöð að hafa kíkt við hjá þér því girnilegri uppskrift hef ég ekki séð um hríð. Get varla beðið eftir að hræra þetta í pottinn.
    Kv.
    Hulda

    P.S. og til hamingju með afmælisáfangann!

     
  • At 20/9/06 8:55 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Hulda og verði þér að góðu:O)

     

Skrifa ummæli

<< Home