Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, september 26, 2006

Þessu var ég búin að lofa.

Hér koma nokkrar myndir úr afmælisfagnaðinum sem haldinn var í tilefni þess að Syngibjörg varð virðuleg frú þann 10. september sl. Einhver vandkvæði með að setja inn fleiri myndir urðu við gerð þessarar færslu en ég vona einhverjir hafi gaman af.
Frumburðurinn, Daði Már, sést hér
leggja lokahönd á söngtextana
sem hann útbjó á einkar fag-
mannlegan hátt.

Það er eitt í lífinu sem er ákaflega dýrmætt en það eru góðir vinir. Hér sést Gestur betri helmingur Hrafnhildar æskuvinkonu. Hann sá um að elda súpuna.


Í þessum flottu glösum var fordrykkurinn, gerður af Barböru mágkonu. Í hann setti hún ástaraldinlíkjör, sprite og ávexti. mmmm.....

Skemmtiatriði kvöldsins einkenndust af söng, nema hvað. Eldri börnin Hrund Ósk og Daði Már sýndu snilldartakta og uppskáru mikið klapp og stóran koss frá mömmu.

Þessi ljóshærðu ljós, Marín bestavinkona og Brynja Sólrún mín sungu til afmælisbarnsins.Það mátti heyra andvarp í salnum í lokinn. Besta afmælisgjöfin

Þessi fríði flokkur vinkvenna sem allar komu úr borginni og kölluðu sig því Sex fromthe city and the babe, gerðu sér lítið fyrir og settu saman óperu í 9 þáttum. Þar var stiklað á stóru í lífi afmælisbarnsins. Þær voru svo skemmtilegar að pissaði næstum í mig af hlátri. Önnur frá vinstir(þessi með fingurinn á lofti því hún var að stjórna!) hún Magga mín, var veislustjóri og hélt utan um þessa flottu dagskrá sem boðið var upp á þetta kvöld.

Þröstur með bartana gerði stormandi lukku með atriði sem hann nefni sagan af Hring. Það hafði nýlega fundist kuml hér á vestfjörðum og var kumlið aðalsöguhetjan í atriðinu. Á þessari mynd sést Þröstur hinsvegar aðstoða bróður minn, Einar, sem átti kvöldið. Uppistand hans um skipulagða glæpastarfsemi sló svo rækilega í gegn að ég er enn að fá viðbrögð við því.Þarna sýndi bróðir minn á sér hlið sem enginn vissi af. Bara frábært.

Og hér er hún, fertuga konan sem allt snérist um þetta kvöld.

Kæru vinir og vandamenn; takk fyrir að gera þetta kvöld ógleymanlegt í alla staði.

12 Comments:

  • At 27/9/06 7:30 f.h., Blogger Kristín said…

    Vá hvað þetta er flott. Til hamingju með að eiga svona flottan vinahóp, sem kemur náttúrulega varla til af engu.
    Og til hamingju með afmælið um daginn.

     
  • At 27/9/06 8:30 f.h., Blogger Fríða said…

    Þetta eru skemmtilegar myndir :) Og til hamingju með þetta alltsaman.

     
  • At 27/9/06 12:03 e.h., Blogger londonbaby said…

    Frábærar myndir og lítur út fyrir að þetta hafi verið frábært kvöld og þú svona fín og sæt. Til hamingju aftur frænka!!

    kv

    Þórdís

     
  • At 27/9/06 12:41 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Fríða og Kristín, gaman að sjá ykkur hér og takk fyrir kveðjurnar.

    Þið hin líka, takk:O)

     
  • At 27/9/06 2:39 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Vá hvað þú ert Bubbuleg! Og fííín!

     
  • At 28/9/06 1:13 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Mikið hefur verið gaman í veislunni og í óperukórnum eru flottar konur:) Gaman að sjá mynd af þér líka, gott að hafa andlitið á þér í kollinum þegar ég les pistlana þína.

     
  • At 28/9/06 8:32 f.h., Blogger Blinda said…

    Algjört æði! Til hamingju með allt þetta ríkidæmi. :-)

     
  • At 28/9/06 10:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þetta hefur greinilega verið mega flott veisla...fyrir mega flotta konu:)

     
  • At 28/9/06 1:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mmmm góð veisla, takk aftur f. mig :)

     
  • At 28/9/06 2:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju Ingibjörg!
    Ég hugsaði til þín 10. sept en þá var ég í hádegisverðarafmæli hjá henni Rósu vinkonu minni, en mæður ykkar lágu nú saman á Ísafirði í den. Flott afmælisveisla hjá þér Ingibjörg og þú mátt vera montion af afkvæmunum.

     
  • At 28/9/06 6:12 e.h., Blogger Ester Elíasdóttir said…

    Gaman að sjá mynd af þér, Syngibjörg. Til hamingju með allt klabbið, börn, skemmtiatriði og upphafið að skemmtilegasta hluta lífs þíns!

     
  • At 29/9/06 12:12 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyri kveðjurnar Fanney og Ester. Var búin að gleyma að við Rósa deilum afmælisdegi, bið að heilsa henni.

     

Skrifa ummæli

<< Home