Lognið
Ef það er eitthvað sem tekur rokið úr hausnum á mér
þá er það sumarbústaðarferð.
Held ég hafi sjaldan upplifað haustið svona fagurt.
Djúpið var spegilslétt og hvert sem litið var spegluðust
álftir og aðrir fuglar í haffletinum.
Sólin myndaði eldský á himnum og varpaði bleikri birtu á Snæfjallaströndina.
Litasinfónía haustsins upp um öll fjöll fékk mann til að brosa og stundum vonaði maður að tíminn stæði í stað. Það var stafalogn og maður sá sjóinn rétt gárast þegar ufsi synti við yfirborðið.
Börnin fengu að upplifa stemminguna sem myndast þegar veiðimennirnir fara í haust ferð til að draga á. Þá fara um 10 manns með net út í Langadalsá ásamt tveimur köfurum. Þeir sjá hvar fiskurinn heldur sig og veiðimennirnir leggja fyrir þá net. Helst vilja þeir fá 6 hrygnur og 6 hænga. Það gekk treglega því hængarnir voru í meirihluta sem gengur ekki þegar nota á hrognin til að ala upp seiði til að sleppa í ánna næsta vor. Allt gekk þetta þó að lokum þegar búið var að skanna ánna í öllum hylum, bollum og hvelum.
Börnin sáu þegar löxunum var landað í kerin og þeir svo fluttir í búrin.
Þau létu sitt ekki eftir liggja að vaða og bleyta allar þær spjarir sem teknar voru með í ferðina.
þá er það sumarbústaðarferð.
Held ég hafi sjaldan upplifað haustið svona fagurt.
Djúpið var spegilslétt og hvert sem litið var spegluðust
álftir og aðrir fuglar í haffletinum.
Sólin myndaði eldský á himnum og varpaði bleikri birtu á Snæfjallaströndina.
Litasinfónía haustsins upp um öll fjöll fékk mann til að brosa og stundum vonaði maður að tíminn stæði í stað. Það var stafalogn og maður sá sjóinn rétt gárast þegar ufsi synti við yfirborðið.
Börnin fengu að upplifa stemminguna sem myndast þegar veiðimennirnir fara í haust ferð til að draga á. Þá fara um 10 manns með net út í Langadalsá ásamt tveimur köfurum. Þeir sjá hvar fiskurinn heldur sig og veiðimennirnir leggja fyrir þá net. Helst vilja þeir fá 6 hrygnur og 6 hænga. Það gekk treglega því hængarnir voru í meirihluta sem gengur ekki þegar nota á hrognin til að ala upp seiði til að sleppa í ánna næsta vor. Allt gekk þetta þó að lokum þegar búið var að skanna ánna í öllum hylum, bollum og hvelum.
Börnin sáu þegar löxunum var landað í kerin og þeir svo fluttir í búrin.
Þau létu sitt ekki eftir liggja að vaða og bleyta allar þær spjarir sem teknar voru með í ferðina.
3 Comments:
At 25/9/06 8:25 f.h., Nafnlaus said…
æði:)
At 25/9/06 9:31 f.h., Nafnlaus said…
En sú dásemd!
At 25/9/06 10:59 f.h., Barbie Clinton said…
Rok í hausnum. Frábært.
Skrifa ummæli
<< Home