Ertu með vesen?
Fer á eftir að hlusta á afmælisgjöfina frá Fílharmóníunni en þau eru að flytja Carmina Burana í Langholtskirkju kl. 17.00.Hlakka mikið til en gleðinni sleppir ekki þá því ein mæt vinkona bauð mér með sér í óperuna í kvöld. Það er sem ég segi um leið og ég flyt burt úr borginni hitti ég alla miklu oftar og fer á miklu fleiri viðburði en ég nokkur tímann gerði þegar ég bjó hér.
Sat t.d.á bar í gær með æskuvinkonunum flissandi í flottum bol. Og afþví hvað þetta er nú hrikalega skemmtilegt skil ég ekkert í því að hafa ekki gert þetta oftar. Maður einhverveginn týnir sér í sínu önnumkafna lífi og gleymir að lifa því. Hér og nú. Er að reyna að læra þetta og hingað til er þetta farið að ganga betur og betur. Það er svo holt að hlæja, flissa, hneykslast og slúðra. Það þarf ekkert endilega að eiga sér stað á bar, heldur bara gefa sér tíma til að staldra við og vera með öðrum manneskjum sem skipta mann máli í lífinu en ekki slá því allataf á frest því maður er svo bíssí eitthvað. Æi þetta heitir að forgangsraða, ég veit það, en samt sem áður gerir maður það ekki eða maður setur í fyrsta sæti það sem þegar upp er staðið skiptir minna máli.
Og svo er þetta líf orðið svo flókið að foreldrar eru farnir að gera einhverskonar samning um gæðatíma í samskiptum sínum við börnin. Hversu langt ætlum við að fara í bullinu. Og svo annað bull er að gera samning við unglinginn að hann fái frítt bílpróf ef hann drekkur ekki áður en hann verður 17. Veit það ekki en mér finnst þetta einhvernveginn ekki að virka. Vandinn liggur í samfélagi okkar sem er ekki nógu barnvænt. Og allir þegja bara. Það eru allir hættir að vinna hálfann daginn eða hlutfallsvinnu, fyrirtæki bjóða bara ekkert upp á slíkt því það er engin hagræðing í því. Markaðslögmálið látið gilda. Og svo eru blessuð börnin allt í 9 tíma í vistun á leikskólum og þá á eftir að fara og kaupa í matinn eða annað, fara í ræktina, setja þau í pössun og skilaboðin til þeirra sem passa börnin þar eru; viltu passa að hún/hann sofni ekki. Og svo er keyrt heim og annaðhvort eru börnin öskrandi á leiðinni eru sofna kúguppgefin án kvölmats sitjandi í bílstólnum. Ég meina höldum við að þetta séu hamingjusamir einstaklingar. Það bara getur ekki verið. Enda er saga fjölmargra kennara um breytt börn orðin stór staðreynd. Hvar sleppir ábyrgð skóla og ábyrgð heimilis og foreldra tekur við? Þar eru mörkin orðin ansi loðin. Enda er mér minnistæð viðbrögð móðurinnar sem flutti frá Svíþjóð fyrir 5 árum. Hún barasta trúði því ekki að samfélagið væri svona óbarnvænt og spurði aftur og aftur afhverju enginn segði neitt né, gerði neitt. Við erum doldið dugleg að láta okkur gott þykja til að vera ekkert með neitt vesen. Við þolum ekki vesen. Verðum svo assgoti óvinsæl. Sættum okkur frekar við ástandið en bölvum því hljóði því við vitum að þetta þarf ekki að vera svona. Nei, ekkert vesen.
Sat t.d.á bar í gær með æskuvinkonunum flissandi í flottum bol. Og afþví hvað þetta er nú hrikalega skemmtilegt skil ég ekkert í því að hafa ekki gert þetta oftar. Maður einhverveginn týnir sér í sínu önnumkafna lífi og gleymir að lifa því. Hér og nú. Er að reyna að læra þetta og hingað til er þetta farið að ganga betur og betur. Það er svo holt að hlæja, flissa, hneykslast og slúðra. Það þarf ekkert endilega að eiga sér stað á bar, heldur bara gefa sér tíma til að staldra við og vera með öðrum manneskjum sem skipta mann máli í lífinu en ekki slá því allataf á frest því maður er svo bíssí eitthvað. Æi þetta heitir að forgangsraða, ég veit það, en samt sem áður gerir maður það ekki eða maður setur í fyrsta sæti það sem þegar upp er staðið skiptir minna máli.
Og svo er þetta líf orðið svo flókið að foreldrar eru farnir að gera einhverskonar samning um gæðatíma í samskiptum sínum við börnin. Hversu langt ætlum við að fara í bullinu. Og svo annað bull er að gera samning við unglinginn að hann fái frítt bílpróf ef hann drekkur ekki áður en hann verður 17. Veit það ekki en mér finnst þetta einhvernveginn ekki að virka. Vandinn liggur í samfélagi okkar sem er ekki nógu barnvænt. Og allir þegja bara. Það eru allir hættir að vinna hálfann daginn eða hlutfallsvinnu, fyrirtæki bjóða bara ekkert upp á slíkt því það er engin hagræðing í því. Markaðslögmálið látið gilda. Og svo eru blessuð börnin allt í 9 tíma í vistun á leikskólum og þá á eftir að fara og kaupa í matinn eða annað, fara í ræktina, setja þau í pössun og skilaboðin til þeirra sem passa börnin þar eru; viltu passa að hún/hann sofni ekki. Og svo er keyrt heim og annaðhvort eru börnin öskrandi á leiðinni eru sofna kúguppgefin án kvölmats sitjandi í bílstólnum. Ég meina höldum við að þetta séu hamingjusamir einstaklingar. Það bara getur ekki verið. Enda er saga fjölmargra kennara um breytt börn orðin stór staðreynd. Hvar sleppir ábyrgð skóla og ábyrgð heimilis og foreldra tekur við? Þar eru mörkin orðin ansi loðin. Enda er mér minnistæð viðbrögð móðurinnar sem flutti frá Svíþjóð fyrir 5 árum. Hún barasta trúði því ekki að samfélagið væri svona óbarnvænt og spurði aftur og aftur afhverju enginn segði neitt né, gerði neitt. Við erum doldið dugleg að láta okkur gott þykja til að vera ekkert með neitt vesen. Við þolum ekki vesen. Verðum svo assgoti óvinsæl. Sættum okkur frekar við ástandið en bölvum því hljóði því við vitum að þetta þarf ekki að vera svona. Nei, ekkert vesen.
12 Comments:
At 1/10/06 6:07 e.h., Nafnlaus said…
AMEN!
Kv, Jóna (sem vinnur „bara“ hálfan daginn)
At 1/10/06 7:12 e.h., Fríða said…
Ég hef menntun sem ég vil nota, þess vegna vinn ég fulla vinnu núna. Vann reyndar ekki fulla vinnu fyrr en börnin voru orðin töluvert stór, en þá líka hætti ég alveg "tómstundum" án barnanna. Kem alltaf heim beint úr vinnunni og reyni að fá eitthvað þeirra með mér í það sem þarf að gera, kaupa inn og svona. Maður þarf ekkert að vinna allan þann tíma sem börnin eru vakandi. Og flestir geta örugglega unnið minna og keypt minna, látið nægja einn bíl eða jafnvel engan og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki alveg hvort ég er sammála því að samfélagið sé ekki barnvænt, þetta er hugsanagangur fólks sjálfs sem segir að maður verði að eiga jafn mikið og nágranninn. Og ekki er það barnvænt að vera að keyra krakkana allt, t.d. í skólann. Allir skólar hafa skólabíl fyrir þau börn sem búa í meira en göngufjarlægð frá skóla. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega að vera að keyra krakkana í skólann... og segjast kannski verða að eiga bíl til að keyra þau í skólann, eða í fótboltann eða hvað það nú er. Svo verður maður að vinna fyrir bílnum og þar fram eftir götunum. Það neyðir enginn fólk til að haga sér þannig.
En mér finnst sorglegt þegar fólk kennir ekki börnunum sínum t.d. að það er hægt að komast af án bíls og svo eru allir unglingar komnir á bíl 17 ára! Nei, ekki allir, en allt of margir. Synd að fólk skuli binda sig svona í báða skó. Og bankarnir náttúrulega stórgræða, byrja að græða á krökkunum löngu áður en þau eru búin að læra að bjarga sér sjálf.
(afsakið langt komment, en þetta er mér mikið hjartans mál)
At 1/10/06 7:45 e.h., Blinda said…
Dittó Syngibjörg
At 1/10/06 11:56 e.h., Syngibjörg said…
Fríða: er auðvita sammála þér því þetta er mitt hjartans mál líka og það er deginum ljósara að þeir sem hafa lagt á sig langt og strangt nám, tekið námslán og þreytt þorran á meðan vilja njóta uppskerunnar í góðri vinnu og einhverjum lífsins elexír. En mín skoðun er sú að maður verður að forgangsraða og þar finnst mér skóinn kreppa hjá svo mörgum. Og svo á að redda sér með einhverjum asnalegum samningum,og þá set ég spurningamerki á allt saman. Gaman annars að fá langt og flott komment frá þér:O)
Blinda hvað þýðir dittó hjá þér?
Jóna; :O)
At 2/10/06 9:13 f.h., Blinda said…
Dittó þýðir í minni bók, ég segi það sama......
Eða - ég líka......
Þannig að ég er þér sem sagt hjartanlega sammála :-)
At 2/10/06 2:04 e.h., Blinda said…
Þegar ég hugsa um það.........
þá þýðir það í raun "sömuleiðis"
Segið svo að ég sé ekki með þráhyggjur!!
At 3/10/06 8:19 f.h., Hildigunnur said…
Bara smá skutlvörn hérna, léstu nokkuð krakkana þína labba sjálfa í Suzukinámið þegar þau voru fjögurra til sjö? ;-)
At 3/10/06 9:19 f.h., Nafnlaus said…
Hún Syngibjörg.. held nú að hann Daði Már hafi hjólað sjálfur til mín í píanótíma sex eða sjö ára gamall stubbur, frá Grettisgötunni í Mjóuhlíðina. Er það ekki rétt munað mín kæra?
At 3/10/06 10:04 f.h., Syngibjörg said…
Hildigunnur og Marta: Ég er nú ekki svo blaéyg að halda að ég sjálf hafi ekki verið í þessum pakka, var þar á fullu eins og allir hinir. Ég var að reyna að benda á samfélagið og hvernig við dinglum með án þess að segja neitt heldur sættum okkur við hvernig hlutum er fyrir komið.
At 3/10/06 8:43 e.h., Fríða said…
Ég geri ráð fyrir að það sé verið að spyrja mig um suzukinámið, nei, við tókum lestina, bjuggum erlendis. Og eftir að við komum hingað löbbuðu þau í tónlistarskólann þangað til hann flutti, þá labbar stelpan úr skólanum í tónlistarskólann og ég kem með sellóið akandi, oft úr einhverri allt annarri átt. Eða ég fer með sellóið í tónlistarskólann í hádeginu, hún labbar þangað og svo sæki ég hana og sellóið
á bílnum þegar hún er búin. En sem betur fer eru flestir spilatímarnir í skólanum þeirra og það þarf jú ekki að keyra þau þangað.
Og ég er fyrst og fremst að tala um að fólk er að keyra börnin í skólann. ÞAÐ er óþarfi og ógreiði við börnin.
At 5/10/06 11:39 e.h., Hildigunnur said…
já, í skólann labba krakkarnir sjálfir (ég reyndar labba ennþá með þeim sex ára). Sé samt ekki alveg muninn á að leyfa barninu að fljóta með þegar ég keyri sellóið í skólann :-D
Annars er ég alveg sammála, en á meðan fjarlægðirnar eru eins og þær eru hér og strætó jafn lélegur sit ég föst í skutlinu. Fífa reddar sér reyndar sjálf núorðið, enda ekki sérlega langt inn í Skipholt fyrir ungling en hin tvö eru upp á mig og bílinn komin með allt annað en skólann. Svolítið langt inn á Engjateig fyrir 10 ára með selló og allt of langt í Sporthúsið í dansinn.
Ekki það, við frænkurnar fórum með strætó í Tónskóla Sigursveins í Hellusundi alla leið úr Garðabæ hér í denn. Biðum svo í Lækjargötu til klukkan 11 um kvöld eftir síðasta strætó. Þetta bæði ég ekki barn að gera í dag.
At 6/10/06 9:53 f.h., Fríða said…
Hah, já, ég held nú að það myndi flokkast sem hundraðasta og ellefta meðferð á börnum að láta þau labba það sem ég labbaði sem barn. Og þó, ég bý jú að því núna :)
Skrifa ummæli
<< Home