Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, september 30, 2006

Komin á Flókagötuna

Í dag ættu sem flestir að leggja leið sína niður í ráðhús kl. 12.00 að sjá Pólsk-Ísfirsk börn sýna pólska þjóðdansa uppáklædd í þjóðbúninga. En eins og svo margir vita þá stendur yfir
Pólsk menningarhátið. Litla bróðurdóttir mín sat með mér í bíl hingað í gær því hún tilheyrir þessum dansflokki. Og stóra frænka fer á eftir til að flétta hárið og hneppa tölum á fína búningnum.

Annars bara bissí dagur framundan. Maður þarf alltaf að gera svo mikið þegar hingað er komið.
T.d. fást ekki gardínustangir fyrir westan svo ég þarf að hendast í að finna svoleiðis því það styttist óðum í að ég flytji inn í nýja slotið. Þeir ætluðu að byrja að leggja parketið í gær.
Og aðaltilhlökkunarefnið er að fá að heyra upptökur sem gerðar voru í vor og koma út á nýjum afmælisgeisladiski Árnesingakórsins. Á stefnumót við kórstjórann en það þarf líka að bóka daga vegna útgáfutónleika þessa disks. Það er alltaf verið að gefa manni tilefni til að koma hingað, sem er bara gott.
Bless í bili esskurnar, en langar ekki einhvern að bjóða mér í mat í kvöld?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home