Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, október 08, 2006

Er B

Hef reynt að gera samning við sjálfan mig að reyna nú að fara snemma að sofa.

Mér tekst þetta í svona 2 daga og þá byrja andsk. drollið aftur.

Er ekki til einhver lækning við þessu.

Gæti náttúrulega verið að þar sem enginn bíður mín með heita sæng fari heilinn í mótmæli og setji í drollgírinn.

Er samt hrikalega þreytt og sifjuð en bara kem mér ekki í háttinn.

Eins og það er notalegt að sofa og kúra undir sæng með t.d bók.

Langar samt alveg að vera A.

12 Comments:

  • At 9/10/06 1:06 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ég skil þig mætavel þetta með drollið. Samt sem áður get ég ekki hoppað beint upp í rúm eftir vinnu á kvöldin því ég verð að eiga tíma fyrir mig.
    En ég bætti þér inn á síðuna mína...fyrirgefðu drollið:)

     
  • At 9/10/06 8:42 f.h., Blogger Fríða said…

    Bara eitt við því að gera, slökkva á tölvunni og fara upp í rúm :) En ég er annars alveg sammála síðasta ræðumanni, kvöldvinna og það að fara snemma að sofa á mjög illa saman. Maður þarf tíma til að tjúna sig niður.

     
  • At 9/10/06 11:55 f.h., Blogger Gróa said…

    Algjörlega á sama máli og síðustu tveir ræðumenn. Þú veist hvað ég drolla til að ná mér í ró eftir kvöldvinnuna.
    Það er ekkert að því að vera B manneskja, nema þegar börnin vekja mann fyrir hanagal!!!!!!
    Lestur góðrar bókar er nú samt ágætt svefnmeðal :)

     
  • At 9/10/06 2:06 e.h., Blogger Fríða said…

    Ennþá betra að lesa leiðinlega bók ef maður vill sofna :)

     
  • At 9/10/06 7:08 e.h., Blogger Blinda said…

    Maður vaknar bara fyrr mín kæra. Uppá lappir klukkan sex eins og spriklarinn og ég get lofað því að allt droll verður fyrir bý ;-)

     
  • At 9/10/06 8:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er líka svona, orðin þreytt en drolla alveg endalaust áður en ég fer að sofa. Hef komist að niðurstöðu um þetta mál: Ég er svo mikil A manneskja að ég er einfaldlega orðin of þreytt á kvöldin til að hafa orku í kvöldverkin, bursta tennurnar, taka úr mér linsur, fara í náttföt, að ekki sé nú talað um ef þarf að fjarlægja augnmálningu (leiðinlegasta verk veraldar!).

     
  • At 9/10/06 9:29 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Ji haltu áfram að vera B... For crying out loud!

     
  • At 10/10/06 3:54 e.h., Blogger GEN said…

    Ég er meira svona C...

     
  • At 10/10/06 4:19 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    já fara snemma að sofa og vakna seint, yeah sure, Gen :-D

     
  • At 10/10/06 8:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    En að vera bæði a og b? vakna snemma og fara seint að sofa og leggja sig í hádeginu?

     
  • At 10/10/06 10:34 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Mikið eru þið frumleg. Get trauðlega lagt mig í hádeginu taki ég hugmynd Giovönnu og GENS hugmynd tja....ætli ég verði ekki bara blanda af a,b og c þegar upp er staðið. Svona Mix, er svo ótrúlega fjölhæf, eða þannig....

     
  • At 11/10/06 9:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég er fótlagaskótýpa (skv. persónuleikaprófi Barbí) og A...og stolt af því:)

    ekkert að því að vera eins og maður er...hvort sem það er a,b eða ö

     

Skrifa ummæli

<< Home