Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, október 29, 2006

Hæ hoppsasí

Dagarnir fljúga og ég með.
Hef verið önnum kafin við að kenna,
spila og kenna bítlalög í Grunnskólanum,
mála, sparsla,
draga fyrir,
mála aftur,
sparsla meira,
kaupa afmælisgjöf,
fara í afmæli,
fara á tónleika,
mála, lakka,
kaupa meiri málningu,
pakka Ponsí til Ameríku,
borga reikninga,
kaupa aðra afmælisgjöf,
mála meira,
vera staðgengill bróður míns í mataklúbbi,
fara með balletinum hennar Ponsí í bíó á dansmynd,
þvo þvott,
þrífa málningrúllur og bakka,
þvo framan úr mér málningu og sparlsryk............

OG eftir 3 daga flyt ég.

Hélt að sá dagur myndi bara ekki koma.

Fannst stundum eins og tíminn stæði í stað.

Brátt tæmist bílskúrinn hennar Hrafnhildar vinkonu.

Þá ætla ég að opna kampavínsflöskuna sem ég fékk í afmælisgjöf.

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home