Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Speki

Í sumar var þetta heilræði sett upp á vegg í herberginu
sem ég kom mér fyrir á Engjavegi 26.
Var að lesa bloggið hjá Bauninni og fannst í framhaldi af því
heillaráð að deila því hér.

Heilræði
Gefði þér tíma til að vera hamingjusöm.
Þú ert einstök, sérstök, óbætanleg. Veistu það?
Taktu þér góðan tíma til að vera hamingjusöm.
Tíminn er engin hraðbraut milli vöggu og grafar,
heldur staður til að fá sér sæti í sólskininu.
Þú þarft ekki stöðugt að flýta þér, strita í sífellu og aldrei láta deigan síga.
Þú þarft ekki að gera öllum til hæfis á hverjum degi
og vera alltaf sterk og fullkomin.
Þú átt rétt á því að vera hversdagsleg manneskja.
Með aðeins venjulega hæfileika.

5 Comments:

  • At 1/11/06 2:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þetta er fallegt Syngibjörg mín...við vitum hvað við syngjum;)

     
  • At 1/11/06 2:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, þetta er fallegt. Ég held líka að þú sért falleg:) Hafðu það gott.

     
  • At 2/11/06 10:42 f.h., Blogger Gróa said…

    Einmitt það sem allir ættu að hugsa. Ætti maður að láta grafa þetta í spegilinn á baðinu svo maður læsi þetta á hverjum morgni? Það er góð vangavelta.......
    Gangi þér allt sem best :)

     
  • At 2/11/06 7:12 e.h., Blogger Blinda said…

    Góð orð til að hafa ávallt í huga - góð manneskja sem hengdi þetta upp hjá þér ;)

     
  • At 4/11/06 1:26 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Það var hún mamma sem gerði það:O)

     

Skrifa ummæli

<< Home