Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, desember 07, 2006

Ísafjörður, Reykjavík, Köben, Reykjavík, Ísafjörður

Tölvan komin úr viðgerð en harði diskurinn losnaði í öllum hamaganginum í flugvélinni. Það á ekki að mér að ganga í þeim efnum. Sat í fósturstellingunni og stundi hálfa leiðina. Hrikalegt.

Sko Danmerkurferðin var bara yndisleg.
Allir voru búnir að dásama það að ég væri að fara á þessum tíma, jólin og allt það.
Ég full tilhlökkunar arkaði niður í bæ daginn sem ég kom. En eitthvað vantaði uppá. Jú það voru skreytingar og ljós og danska og karamellulykt af sykurhúðuðum hnetum og ég veit ekki hvað. Hélt áfram að arka en var orðið dáldið heitt og þá rann það upp fyrir mér að í Danmörku um þessar mundir var hitastigið eins og á vorin. Því var vita gagnslaust fyrir mig að upplifa jólastemminguna í þessum hita. Enda kom það á daginn að allir undruðu sig stóran á þessum tölum á hitamælinum vitandi hvaða árstími var að ganga í garð. Svo allar mínar rúllukrullupeysur og fleiri lekkerar ullarpeysur sem ég hafði nýfjárfest í komu hreinlega að engu gagni. Það var þá bara eitt ráð við því, fara í búðir og redda þessu. Ekki leiðinlegt.

Fyrsti dagurinn í skólanum byrjaði á því að leigubílsstjórinn henti okkur Elvu út við torg og benti í óræða átt. Við stóðum eins og þvörur og byrjuðum að skima í kringum okkur. Þegar það bar engan árangur, klukkan orðin "of seinar í tíma" mundi ég eftir símanúmeri sem ég hringdi í og fékk leiðbeiningu. Og auðvita vorum við fyrir framan skólann allann tíman, fundum bara ekki aðaldyrnar. Við inn og við mér blasti lyfta. Skólinn er upp á 5 hæð og þar sem ég er haldin klastrófóbíu þá lagði ég af stað arkandi upp þessa löngu stiga. "Are you crazy woman" heyrði ég kennarann minn hrópa til mín þegar hann sá mig koma lafmóða upp stigana. En þetta gerði ég nokkrum sinnum á dag og hélt mér bara í fínu formi held ég. Skólinn stendur við torg skáhalt við strikið og gæti því ekki verið á betri stað. Stutt í allar búðir og veitingahús. Tók ástfóstri við einn, Mamma Rosa, þar sem ég fékk eitt besta tortillas ever.

Tónleikarnir, bandið og síðast en ekki síst Dan píanisti líður seint úr minni.
Þetta eru með þeim skemmtilegustu tónleikum sem ég hef tekið þátt í. Og píanistinn, herregud.
Flínkari mann hef ég bara ekki hitt. Hann getur alllllt, já barasta aaaallt. Hann sat í 6 tíma á dag og spilaði allt frá kirkjumúsík í harðasta rokk, með viðkomu á blúsinum, jazzinum án þess að spila sem eina feilnótu, lesandi allt af blaði en mússísera svo að allir sátu agndofa. Hugmyndaflugið sem maðurinn hefur í spilamennsku er bíond realití. Og svo var hann svo hógvær og lítillátur að það var eiginlega bara fyndið.
Og doltið sætur líka.

Hér sést Syngibjörg syngja af innlifun í Jazzfetival House en mín myndavél er enn biluð. Hún elsku Gróa mín kom út og var á tónleikunum og tók þessa mynd. Við áttum góðan tíma saman, fórum í heimsókn til frænku hennar sem er stúdent í borginni og létum dekra við okkur. Ég gisti svo eina nótt í krúttlegu litaglöðu íbúðinni sem hún leigði. Mæli sko með henni, þar er allt til alls. Meira að segja umslög ef þú vilt vera svo rómantískur að skrifa bréf. Og út í garði standa svona 5 hjól sem manni er frjálst að nota á meðan dvölinni stendur. Sá líka grill. Langar sko að gista þarna að sumri til og sitja í garðinum fram á kvöld með rautt í glasi.

Fékk far með frábærum leigubílstjóra út á flugvöll sem var svo glaður yfir því að geta talað við mig dönsku. Ég skildi nú svona 80% af því sem hann sagði því eins og þeir allir talaði hann frekar hratt. En ég spái því að eftir 3 ár þegar náminu lýkur þá verði ég bara orðin slarkfær í dönskunni.

Helgin í Reykjavík var fín en hún innihélt áframhaldandi söng með heimsók í minn gamla elskulega kór Mótettukórinn. Fór á jólatónleikana þeirra og hélt að mér tækist að sitja þá til enda án þess að fella eitt einasta tár. Nei....aðeins of bjartsýn þar.
Þegar Guðs kristni í heimi byrjaði með Daða Kolbeins á óbóið hrundi gríman og ég bara hágrét. Réð ekkert við mig. Þetta jólalag hef ég sungið síðustu 20 ár í kirkjunni. Einhver strengur í mér er tengdur því órjúfanlegum böndum. Er samt glöð að hafa fengið tækifæri á að heyra það með kórnum.
Ég lenti á Ísafjarðarflugvelli með svaka fínan blómvönd frá elsku Árnesingakórnum sem þau færðu mér á sunnudeginum.
Við tók vinnan með öllum sínum undirbúningi vegna jólatónleika sem nú bresta á með miklum lálum.
er voða glöð að vera komin heim í mitt og mína nýju ADLS tenginu.
Húrra fyrir því.

9 Comments:

  • At 7/12/06 11:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gaman að lesa ferða- og skólasöguna,og gangi þér allt í haginn. Hvernig tengist þið Gróa Hreins? Bara forvitni. Guðlaug Hestnes Hornafirði.

     
  • At 7/12/06 11:34 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Við Gróa Hreins erum vinkonur og kynntumst í gegnum músíkina fyrir svona 10 árum eða svo.
    En þú, þekkir þú Sverrir Hestnes sem býr hér á Ísafirði?

     
  • At 8/12/06 10:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    bræðrabörn. Guðlaug

     
  • At 8/12/06 10:06 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hann og Munda eru miklir vinir foreldra minna. Ég fæddist daginn sem þau giftu sig:O)

     
  • At 8/12/06 10:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gott að þú ert mætt aftur til leiks, frábært að heyra af svona vel heppnaðri ferð hjá þér:)

     
  • At 8/12/06 11:28 f.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Vertu svakalega velkomin - gott að fá þig heim!

     
  • At 8/12/06 2:55 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Velkomin heim eftir frægðarför til útlanda!

     
  • At 8/12/06 5:16 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk elskurnar mínar.Alltaf ljúft að koma heim aftur.

     
  • At 9/12/06 8:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta hefur verið æði!
    Úff það er líka búið að vera svona hlýtt hjá mér ... var búin að lofa Ingu jólasnjó og frosti en svo var bara upp undir 15 stiga hiti hérna! Meiri vitleysan!
    Ég held að "Mig huldi dimm og döpur nótt" sé lagið sem ég muni ALDREI geta hlustað á í gegn ef ég er ekki að syngja það sjálf!

     

Skrifa ummæli

<< Home