Sjálfsvorkun
Hef verið ákaflega mikið kvefuð, eiginlega alveg óstarfhæf.
En læt ég það aftra mér í kennslu, nei onei.
Frasi síðustu viku var, "get því miður ekkert sungið í dag svo ég tala bara söngæfingarnar, þið skiljið mig örugglega er það ekki?"
Var farin að hlakka til helgarinnar sem byrjaði á kórpartýi Kvennakórsins nýstofnaða. Þar var mikið hlegið og skemmtinefndin stóð sig svo að lengi verður í minnum haft.
Ætlaði á laugardagsmorgni í Húsasmiðjuna að kaupa svna ýmislegt dót sem manni vanhagar um þegar festa þarf upp hillur og skrúfa og bora í veggi.
Sat í bílnum sem vildi bara ekki fara í gang. Og ég reyndi öll trixin sem pabbi hefur kennt mér.
Nei, það er ótrúlega kalt hér mín kæra og ég fer ekkert í gang í dag. Ætla bara að vera heima.
Nú góði vertu bara fúll á móti.
Fékk frænku, sem er ný komin með bílpróf, til að bjarga mér.
Druslaðist svo hér heima á milli svitakófa og hóstakasta.
Svo í gærkveldi var ég búin að koma mér vel fyrir í sófanum að horfa á Edduna.
Í einu auglýsingahléinu ákvað ég að skjótast niður í eldhús og fá mér eitthvað að drekka.
Og ég skaust í orðsins fyllstu merkingu því ég húrraði niður stigann með tilheyrandi ópum og sópranhrópum. Lá svo emjandi á gólfinu og hef sjaldan fundið eins mikið til.
Ég er núna með fallegasta rass ever. Hann er fjólublár, báðar rasskinnarnar.
Og svo staulast ég hér um og það er ekki sjón að sjá mig. Það er t.d dæmis mjög sárt að sitja, ég þarf alltaf að lyfta sérstaklega vinstri rasskinninni og setja þungann yfir á þá hægri því marbletturinn á hægri er ofar en sá á vinstri.
Er svo dömuleg að það er leitun að öðru eins.
En læt ég það aftra mér í kennslu, nei onei.
Frasi síðustu viku var, "get því miður ekkert sungið í dag svo ég tala bara söngæfingarnar, þið skiljið mig örugglega er það ekki?"
Var farin að hlakka til helgarinnar sem byrjaði á kórpartýi Kvennakórsins nýstofnaða. Þar var mikið hlegið og skemmtinefndin stóð sig svo að lengi verður í minnum haft.
Ætlaði á laugardagsmorgni í Húsasmiðjuna að kaupa svna ýmislegt dót sem manni vanhagar um þegar festa þarf upp hillur og skrúfa og bora í veggi.
Sat í bílnum sem vildi bara ekki fara í gang. Og ég reyndi öll trixin sem pabbi hefur kennt mér.
Nei, það er ótrúlega kalt hér mín kæra og ég fer ekkert í gang í dag. Ætla bara að vera heima.
Nú góði vertu bara fúll á móti.
Fékk frænku, sem er ný komin með bílpróf, til að bjarga mér.
Druslaðist svo hér heima á milli svitakófa og hóstakasta.
Svo í gærkveldi var ég búin að koma mér vel fyrir í sófanum að horfa á Edduna.
Í einu auglýsingahléinu ákvað ég að skjótast niður í eldhús og fá mér eitthvað að drekka.
Og ég skaust í orðsins fyllstu merkingu því ég húrraði niður stigann með tilheyrandi ópum og sópranhrópum. Lá svo emjandi á gólfinu og hef sjaldan fundið eins mikið til.
Ég er núna með fallegasta rass ever. Hann er fjólublár, báðar rasskinnarnar.
Og svo staulast ég hér um og það er ekki sjón að sjá mig. Það er t.d dæmis mjög sárt að sitja, ég þarf alltaf að lyfta sérstaklega vinstri rasskinninni og setja þungann yfir á þá hægri því marbletturinn á hægri er ofar en sá á vinstri.
Er svo dömuleg að það er leitun að öðru eins.
9 Comments:
At 20/11/06 3:06 e.h., Nafnlaus said…
ÆÆÆ, þetta er ekki gott á þig.
At 20/11/06 3:48 e.h., Meðalmaðurinn said…
æji.. svo þú er heima ÁN ADSL en MEÐ unglingabólur og marbletti.. hrikalega fúlt :(
At 20/11/06 4:20 e.h., Nafnlaus said…
Oh, hvað ég vorkenni þér líka!
At 20/11/06 4:52 e.h., Nafnlaus said…
Ó mæ god...aumingja þú. Ég sendi þér góða strauma úr Grafarholtinu..
Kv,Jóna
At 20/11/06 9:52 e.h., Nafnlaus said…
Heyrðu mín kæra, ekki var þetta nú gott. En gott að þú brotnaðir ekki. Ég sendi þér góða strauma.
At 20/11/06 10:02 e.h., Barbie Clinton said…
Æ blómið....
At 21/11/06 10:07 f.h., Blinda said…
úff ekki gott. Fáðu einhvern sætan til að koma og kyssa á báttið ;)
At 21/11/06 10:13 f.h., Nafnlaus said…
æ og ó, skelfilegt er að heyra þetta.
láttu þér nú batna vel kæra Syngibjörg:=)
At 21/11/06 10:06 e.h., Syngibjörg said…
Ó é á so bátt.....
takk allir, ég hressist um heilan helling en verst hvað að er vont að sitja....
Skrifa ummæli
<< Home