Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, nóvember 24, 2006

Arrival at Reykjavík Airport

Sit hér á Flókagötunni og bíð.
Ákvað að blogga þó ég hafi svosem ekkert mikið að segja.
Sat sveitt í flegvélinni áðan meðan hún hossaðist á milli fjallana.
Hvernær ætlar þessi andsk...helv...flughræðsla að fara.
Er búin að fá mig fullsadda á þessu kvíðastresskasti sem grípur mig í hvert einasta skipti sem ég fer í flugvél. Spurði flugfreyjuna hvort það væri mikið ókyrrð, nei elskan mín hún rennur eins og smjör til Reykjavíkur á 40. mínútum sagði hún og brosti sínu hvíta fallega brosi. Ég þáði kaffi svona til að hafa eitthvað að gera því ég gat ómögulega lesið.

Fengum okkur Eldsmiðjupizzu því þær eru sko beeeestar, en er með ótútskýranlegan brjóstsviða núna. Veit hvað mig vantar.

Rauðvín.

Rauðvínið bíður þangað til flínka píanóvinkonan mín kemur heim.
Ætla að fara niður og gá.
Ég opna þá bara flöskuna og læt hana anda fyrir okkur ef hún er ekki komin.
Fer svo á ótrúlega spennandi frumsýningu á morgun hjá
Nemendaóperu Söngskólans en hún Hrundin mín er að taka þátt í henni og þá fæ ég að heyr í henni síðan hún skipti um kennara.
Hlakka mikið til.
Ætla að vera á fremsta bekk og klappa mest og hæst.
Fyrir henni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home