Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Vígsla

Finnst núna að ég hafi formlega vígt nýja fína eldhúsið mitt.

Ég bakaði.

Hélt upp á 5 ára afmæli snáðans í dag.
Uppgötvaði að ég er í stóru flugvélinni á leið til útlanda þegar hans eigins afmælisdagur er.
Og maður notla bara reddar því.
Hef verið marga afmælisdaga sona minnna á ferðalögum tengdum söng.
Iðulega átti rokkarinn afmæli þegar ég ferðaðist með Mótettunni.
Þá fékk hann afmælissöng frá þessum fína kór í gegnum símann.
Ekki allir sem geta státað af því.
Hér var sungið hátt og snjallt fyrir snáðann við undirleik óstillta píanósins sem hljómar eins og bilkkdós.
Hrooollllluuur.
Það kemur nebblega ekki stillari fyrr en eftir áramót sjáiði til.
Svona er þetta bara.
En mér er eiginlega alveg sama.
Lífið er í svo dásamlegum gír núna að það er nánast ekkert sem getur spillt ró minni.
Nema þá kannski veltan niður stigann.
Vara svona almennt við því að fólk sé ekki að voga sér í ugglasokkum niður parketstiga með stálnef.
Þyrst í þokkabót.

10 Comments:

  • At 22/11/06 9:06 f.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    jahérna.. ertu svo komin með stálnef líka..

     
  • At 22/11/06 6:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með litla kallinn.
    Ég klóraði mér í nefi og enni í a.m.k. hálftíma áður en ég náði ugglasokkum. Ég er greinilega þreytt.

     
  • At 23/11/06 12:23 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Kristín. hló mikið af "fattleysi" þínu en þegar ég vann á leikskóla hér einu sinni þá var þar lítil rauðhærð hnáta sem sagði alltaf ugglasokkar og einhvernveginn situr það fast í mér. Líka eitthvað svo krúttlegt....

     
  • At 23/11/06 11:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    "ugglasokka" þekki ég vel sem talmeinafræðingur..finnst það mjög krúttlegt líka:)

     
  • At 23/11/06 1:14 e.h., Blogger Gróa said…

    Elsku stelpan mín .
    Mikið er á þig lagt - en þess vegna ertu svona hörð og dugleg stelpa. Við björgum okkur alltaf !!! ekki satt???
    Hlakka óskaplega til að sjá þig um helgina.

    Skilaðu kveðju og afmælisóskum til snáða.
    Bið líka að heilsa öllum hinum þótt þau eigi ekki ammæli :)

     
  • At 23/11/06 7:58 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Eetu nokkuð að verða óþolandi hamingjusöm???:)

     
  • At 24/11/06 12:09 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Nei, barbí, bara svo gott þegar maður á góða daga innanum hina slæmu.

     
  • At 24/11/06 12:11 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Og takk Gróa mín, hlakka til að sjá þig á morgunn.

    Meðalmaður: Góustaðarkynið kallar nú ekki allt ömmu sína og hver veit nema að í mér blundi stálvilji sprottinn úr mínu oddhvassa nefi.

     
  • At 27/11/06 8:21 e.h., Blogger Ester Elíasdóttir said…

    Ert'af Góustaðakyninu? Hverra?

     
  • At 30/11/06 9:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ester 'eg er barnabarn Gudmundar Sveins. biddu nu vid ert thu af goustadakyni lika?

     

Skrifa ummæli

<< Home