Aðventan á Skógarbrautinni II
Þetta afrekaði húsmóðirin í dag ásamt börnunum.
2 sortir komnar í engladollurnar ásamt piparkökunum.
Fann ómótstæðilega uppsrift af kökum með heslihnetum og súkkulaði í dönsku jólablaði og svo eru það hafrakökurnar mínar sem ég hef bakað núna nokkur ár í röð.
Í dag bökuðum við piparkökur.
Brynja Sólrún og Kolfinna voru afskapleg einbeittar við verkið.
Hlynur Ingi var líka með en vildi ekki vera með á mynd.
Þær flöttu deigið út af mikilli nákvæmni og tóku svo til við að útbúa kalla og kellingar.
(Finnst ykkur eldhúsið mitt ekki fínt?)
án þess að allt færi í sundur.
Einbeitingin leynir sér ekki.
Og þetta er afrakstur barnanna í bakstrinum.
Full dolla af piparkökum sem verða málaðar á næstu dögum.
7 Comments:
At 10/12/06 11:22 e.h., Fríða said…
Þetta er nú aldeilis fínt :) Verst að ég skyldi ekki álpast til að taka myndir í mínu eldhúsi í dag, þær hefðu orðið líkar þessum :)
At 10/12/06 11:26 e.h., Nafnlaus said…
Æji hvað þær eru dömulegar frænkurnar mínar. Komum vestur 20.des og verðum í næsta húsi við þig fram á annan í jólum, hlakka til að kíkja..
At 10/12/06 11:29 e.h., Meðalmaðurinn said…
Bíddu.. hvað varð um þunga rassinn? Datt hann bara af???
At 10/12/06 11:45 e.h., Syngibjörg said…
Hlakka til að fá ykkur í heimsókn minn kæri meðalmaður.
Þetta með rassinn þá er hann suma daga svo assgoti þungur en aðra ekki. Nýti tækifærið þegar hann er ekki að þvælast fyrir mér.
At 11/12/06 8:26 f.h., Nafnlaus said…
geggjað:)
þetta er allt svo kósí og flott hjá þér, ég fann alveg piparkökuilminn þegar ég skoðaði myndirnar:)
At 11/12/06 9:00 f.h., Nafnlaus said…
Þetta er æðislegt allt saman, stofan, eldhúsið, börnin kökurnar ... bara allt!
At 11/12/06 10:09 f.h., Blinda said…
Oh hvað þið eruð myndarleg. Mínar eru bara keyptar í Hagkaup (skömm)
Skrifa ummæli
<< Home