Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, desember 12, 2006

mamm´er enn í eldhúsinu.............

Við mæðgur fórum í búð í dag til að kaupa lit í glassúrið því Ponsí
hafði ákveðið að piparkökurnar yrðu skreyttar í dag.
Eftir að hafa farið í búðirnar tvær án þess að fá litina,
farið á Engjaveginn í von um að þeir væru til þar,
var okkur bent á stað sem mér datt nú síst í hug.
Húsasmiðjuna.
Jahá.
Og þar fengust þeir.

Núna eru hér á borðinu fagurskreyttar piparkökur af Ponsí.

Á meðan hún föndraði við piparkökurnar helti ég mér púrtvíni í
eitt af fínu staupunum sem ég fékk í ammilisgjöf í haust
og hófst handa við að gera jólasíldina.
Gerði mína árlegu tómatsíld og appelsínusíld en er að prófa núna púrtvínssíld.
Hér verður nefnilega kvennafagnaður á föstudagskvöldið.
Þau 7 ár sem ég bjó á Nesveginum var haldin skötuveisla á Þorláksmessu
sem breyttist í jólaboð sem haldið var laugardaginn fyrir jól.
Svo núna þegar allt er breytt langar mann að halda í einhverjar hefðir
eða venjur og ákvað ég að aðlaga það þeim félagsskap
sem ég hef hvað mest gaman af núna;
Kvennakórnum mínum.
Og af því tilefni fæ ég útrás fyrir jólastúss í formi síladargerðar,
kæfugerðar, íslögunar og brauðbaksturs.

Og púrtvínsdrykkju.

Elska aðventuna.

7 Comments:

  • At 13/12/06 4:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    aldeilis myndarskapur:)

     
  • At 13/12/06 5:39 e.h., Blogger Fríða said…

    Það eru nú ekki lítil forréttindi að geta gert þetta af því mann langar til þess og finnast ekki að maður verði að gera þetta af því maður á að gera þetta. Ég geri nú ýmislegt jólalegt í desember en vil alls ekki gangast við því að það sé myndarskapur. Ef mig langar ekki til að gera eitthvað, þá sleppi ég því, eins og til dæmis því að skrifa jólakort. Mér finnst gaman að búa til kökuhús, og það gerir það ennþá skemmtilegra að börnunum finnst það líka gaman. Þessvegna búum við til kökuhús :) Ekki vegna þess að ég sé myndarleg húsmóðir.

     
  • At 13/12/06 6:33 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Þú ert húslegri en allir sem ég þekki! ekkert smá eiguleg! Myndi giftast þér værir þú ekki frænka mín:)

     
  • At 13/12/06 7:38 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Heppnar valkyrjurnar í kórnum þínum, hef sko persónulega reynslu af þessum kræsingum og veit að þær eru upp á mjööög marga fiska, namminamm...

     
  • At 13/12/06 9:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Var litið inná síðuna og verð að samgleðjast þér með þetta allt saman, frábært að heyra hvað allt gengur vel og þér greinilega líður vel. Hef því miður verið lítið í sambandi sem kemur ekki af góðu þar sem heilsufarið hefur ekki verið lakara síðan ég veit ekki hvenær. Ég er líka að fá nýtt eldhús og nánast nýja íbúð, búið að berja niður einn vegg og verið að klára eldhúsið og parketleggja alla neðri hæðina, já af hverju þarf allt að gerast í desember???
    Á að syngja á tónleikum n.k. föstudag en er raddlaus eins og er svo ég veit ekki hvernig það allt fer. Börnin mín í skólanum eru yndisleg, óþæg og fín, frábært að hafa 14 HRESSA stráka og 6 málglaðar dömur!! Lífið er yndislegt. Ég meina það þetta er gaman
    Langar að hitta þig næst þegar þú kemur í bæinn.
    Kv.OÞ

     
  • At 14/12/06 12:10 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Baun; takk

    Fríða; alveg hjartanlega sammála. Sumir undra sig á því hvernig ég hafi tíma, en ég bara gef mér tíma í þetta því mér finnst þetta skemmtilegt.

    Með'almaður; já það er gott að geta kitlað bragðlaukana dáldið með góðu frystu íslensku brennivíni.

    Oddný; verð í sambandi þegar ég kem í febrúar eða í janúar öllu heldur á ballið hennar barbí.

    Barbí; okkur kippir í kynið.
    Lekkert og smart voru sko sannar húsmæður gamla skólans.

     
  • At 14/12/06 8:18 e.h., Blogger Blinda said…

    Ég er með skömmuna núna.....

     

Skrifa ummæli

<< Home