Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, desember 23, 2006

Jólakveðja

Það er snarbrjálað veður úti.
Rafmagnið er búið að koma og fara.
Minnir mig á jólin hér í eina tíð.
Þá fór rafmagnið klukkan hálf sex
á aðfangadag.
Allar Ísfirskar mæður fengu aðsvif.
Jólin gátu ekki byrjað á réttum tíma.
Þegar klukkan var sex og ekkert rafmagn komið á
lágu hálfsteiktir hamborgarahryggir enn í ofninum,
rauðkálið kalt
og karamellan utan um kartöfflurnar
orðin að hörðum klumpi.
Það heyrðust ekki neinar kirkjuklukkur
í útvarpinu hringja inn jólin.
En jólin komu samt.
Þau gera það alltaf.
Líka hjá þér og mér.
Kæru bloggvinir og aðrir sem rata hér inn.
Sendi ykkur mínar bestu óskir um
gleðileg jól
gott og farsælt nýtt ár.

8 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home