Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, desember 17, 2006

Hvað er svona merkilegt við það???????(syngist a al Ragga Gísla)

Það er óþolandi að finna vanmátt sinn gagnvart einhverju.
Hef upplifað það í kjölfar þess að koma mér fyrir í nýrri íbúð.

Ég kann ekki á borvél.
Og það pirrar mig óendanlega.

Horfi hér á gardínustangir, hillur, myndir og annað dót sem á heima upp á vegg en ég get ekki fest það því ég kann ekki á helvítis apparatið.

Maður þarf að vita hvort bora á í stein eða gifsvegg.
Þú notar ekki sama borinn sjáðu.
Og svo eru það tapparnir og skrúfurnar.
Það þarf að passa viðkomandi tegund veggjar.
Annars gæti það dottið niður af veggnum og tekið
alla pússninguna með sér.
Ekki væri það nú fagurt og heimiliskonunni til sóma.


Og auminginn ég veit þetta ekki en þarf einhvernveginn að koma mér í að læra þetta. Væri alveg til í svona einskvöldanámskeið fyrir sjálfstæðar konur sem vilja að læra að nota borvél og bjarga sér sjálfar.
Þoli ekki að vera upp á aðra komin með svona hluti.

Ég lærði þetta ekki í skóla.
Var aldrei í smíði.
Bara í saumum og lærði þar m.a. að hnýta.
Og hvern andskotann gagnast það mér í dag???
Ekki neitt.
Bara alls ekki neitt.
Hefði nú frekar viljað læra á borvél.

10 Comments:

  • At 18/12/06 12:12 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    núh, assgotinn, manneskja, þú hlýtur að geta fundið einhvern sem er til í að kenna þér þetta? Ekkert svo flókið, vel?

     
  • At 18/12/06 9:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Iss, ef þú hefur séð einhvern bora, kanntu það. Ef þú ert að nota rangan bor í vélina, kemstu að því snarlega, eyðileggur annað hvort borinn, eða vegginn (bara smá og hengir hlutinn fyrir þá skemmd).
    Notaðu góða tappa, þarna þýska merkið.
    Og go for it! Ég lofa þér því að það er mun meira kikk en að fá einhvern í þetta! Taktu bara áhættuna nema ekki hengja strax eitthvað þungt yfir rúmin.
    Gangi þér vel.

     
  • At 18/12/06 9:45 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Mikið eru þið uppörvandi stúlkur,
    er að telja í mig kjark í þeirri von um að þetta verði ekki eitthvað mega klúður.

     
  • At 19/12/06 12:03 f.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Svo lengi lærir sem lifir.. og er ekki löngu kominn tími til???
    (og farðu svo að skipta yfir í beta, Syngibjörg!!!)

     
  • At 19/12/06 8:17 f.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Heyrist þú nú alveg kunna þetta. Þig vantar sennilega bara borinn!

     
  • At 19/12/06 2:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    andsk. sem ég kannast við þetta vandamál...

     
  • At 19/12/06 3:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég hef nú alveg tekið eftir því að tæknimennirnir hér í vinnunni reyna að vera voða spekingslegir og láta eins og þetta sé voða flókið verk þegar þarf að bora í vegg (við erum að innrétta nýja deild). En það er ekkert að marka það þegar menn láta þannig. Þetta er ósköp einfalt. Ég meira að segja efast um að það skemmi borinn þótt maður noti vitlausan bor. Ja, kannski er ekki gott að nota trébor í grjótharðan steinvegg. Trébor er með hvössustu brúnunum, og yfirleitt með svona sérstökum oddi í miðjunni. Annars hef ég notað allskonaer vitlausa bori í vitlausa veggi og hef aldrei fengið neitt í hausinn. Þetta er bara spurning um að framkvæma hlutinn. Það er kannski fljótlegra að nota höggbor í steinvegg, en ég hef líka notað bara skrúfvélina, sem er alls ekki með neitt högg, og það gekk. Tók bara svolítið langan tíma. Það er svo allt annað mál að ef kona býr með manni, þá eru líkur á því að hún fái meira kynlíf ef hún lætur manninn bora í vegg, en við erum ekki að tala um það mál núna.

     
  • At 19/12/06 3:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, og svo duga stálnaglar líka langt ef maður er með steinveggi og þarf ekki að hengja eitthvað mjög þungt upp. Þeir halda alveg venjulegum myndum.

     
  • At 19/12/06 7:30 e.h., Blogger Ester Elíasdóttir said…

    Kann heldur ekki á bor. Vil gjarnan svona námskeið! Frábær hugmynd. Nenni ekki hit-and-miss aðferðinni. Pirrar mig hrikalega. Er með svoddan fullkomnunaráráttu. Finnst líka svo gaman á námskeiðum. Ég gæti örugglega fengið einn sem ég þekki til að kenna þetta. Yrði örugglega fullt hjá honum á svona námskeiði!

    hehe - stjúpa mín segir (hún er pólsk en talar alveg ljómandi góða íslensku, svona oftast, og er kennari í Söngskólanum): nemendur mínir eru stundum svo tregir að það þarf að mata þá með námskeið... híhí

     
  • At 21/12/06 9:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég kann ekki einu sinni að hnýta!

     

Skrifa ummæli

<< Home