Gleðigjafi dagsins
Stend frammi fyrir nánast óyfirstíganlegu verkefni.
Flokkun nótnabóka, ljósrita, kennsluefnis, kórtónlistar fyrir barnakóra, unglingakóra,blandaða kóra og kvennakóra, einsöngslaga á ljósritum sem ég hef ekki tölu á og söngbóka, píanóbóka, námskeiðsefni, popp og jazzlög og og og ..........
Eftir tónlistarþátttöku og nám frá blautu barnsbeini hefur hrúgast upp hjá manni ógrynnin öll af tónlist. Hefði eiginlega þurft hjálp frá bókasafnsfræðingi til að koma þessu í skikkanlegt horf.
Hér á Skógarbrautinni er nefnilega lítið skons inn af eldhúsinu sem var teiknað sem búr. En þar sem ég er með svo stórt eldhús sá ég ekki þörf á búri enda erum við að jafnaði 3 í heimili. Hef því fest kaup á hillum og skrifborði og ætla að gera þetta að kósí skrifstofu og tónlistarbókasafni. Finnst hugmyndin góð en er ekki alveg að hafa mig í að framkvæma hana. Hitaði mér meira að segja gott kaffi svona í von um að fá yfir mig rétta andann. Úti er bylur svo veðrið skapar alveg réttan ramma udan um þetta. Rassinn er bara svo þungur í dag. En til þess að ég geti farið að skipuleggja kennslu á hinum ýmsum vígstöðvum (tók auðvitað að mér 2 ný verkefni sem ég þarf doltið að hugsa hvernig ég eigi að hafa) verð ég hreinlega að geta gengið í þetta dót hérna. Arrrg og urrrrr bara.
Flokkun nótnabóka, ljósrita, kennsluefnis, kórtónlistar fyrir barnakóra, unglingakóra,blandaða kóra og kvennakóra, einsöngslaga á ljósritum sem ég hef ekki tölu á og söngbóka, píanóbóka, námskeiðsefni, popp og jazzlög og og og ..........
Eftir tónlistarþátttöku og nám frá blautu barnsbeini hefur hrúgast upp hjá manni ógrynnin öll af tónlist. Hefði eiginlega þurft hjálp frá bókasafnsfræðingi til að koma þessu í skikkanlegt horf.
Hér á Skógarbrautinni er nefnilega lítið skons inn af eldhúsinu sem var teiknað sem búr. En þar sem ég er með svo stórt eldhús sá ég ekki þörf á búri enda erum við að jafnaði 3 í heimili. Hef því fest kaup á hillum og skrifborði og ætla að gera þetta að kósí skrifstofu og tónlistarbókasafni. Finnst hugmyndin góð en er ekki alveg að hafa mig í að framkvæma hana. Hitaði mér meira að segja gott kaffi svona í von um að fá yfir mig rétta andann. Úti er bylur svo veðrið skapar alveg réttan ramma udan um þetta. Rassinn er bara svo þungur í dag. En til þess að ég geti farið að skipuleggja kennslu á hinum ýmsum vígstöðvum (tók auðvitað að mér 2 ný verkefni sem ég þarf doltið að hugsa hvernig ég eigi að hafa) verð ég hreinlega að geta gengið í þetta dót hérna. Arrrg og urrrrr bara.
7 Comments:
At 6/1/07 3:54 e.h., Blinda said…
Urrrr.... var að sjá að tónleikunum var frestað - er ekkert smá fúl, var farin að hlakka til að gera eitthvað skemmtilegt OG sjá þig syngja og hitta þig. Pirrrrrrr.... en next time- for sure.
At 6/1/07 6:25 e.h., Meðalmaðurinn said…
Ojbara, ömurlegt verkefni...
At 6/1/07 6:33 e.h., Ester Elíasdóttir said…
Nú er ég spæld að þurfa að taka flugvél til að kíkja í heimsókn til þín, því ég ELSKA svona skipulagsverkefni, sér í lagi fyrir aðra en sjálfa mig... Hefði bara boðið mér í heimsókn og þegið hjá þér málsverð fyrir aðstoð í þessu nótnamáli. Flokkaði einmitt nótur míns eigins sjálfs fyrir nokkrum árum, en ég spilaði á fiðlu, píanó og söng í kór um árabil. Jæja, hætti þessu, því þú verður eflaust eins spæld og ég að geta ekki nýtt mig. En ef þú geymir verkefnið til hækkandi sólar, þá er aldrei að vita...
At 6/1/07 7:02 e.h., Syngibjörg said…
Ester, áttu ekki vængi? þá gætir þú bara flogið hingað NÚNA. Væri sko alveg til í að bjóða þér góðann mat og rauðvín í staðinn fyrir þetta most boring verkefni ever.Held nefnilega að flokkunar og skipulagsþörf mín hafi yfirgefið mig.
Meðalmaður: hélt þú öfundaðir mig:O)
Linda: já þetta er sko fúlt en læt vita með góðum fyrirvara þegar þau blása næst til tónleika og þá verður sko gaman.
At 6/1/07 9:37 e.h., Nafnlaus said…
Oh, ég elska að flokka!!! Væri meira en til í að skipuleggja og skrá með þér inni í hlýjunni drekkandi kaffi með bylinn á rúðunum!
En þar sem ég er hér og þú ert þar þá verð ég að láta duga að ráðleggja þér bara að byrja! Um leið og maður byrjar á svona verkefni þá verður maður að klára þau, sérstaklega þar sem íbúðin vill oft verða undirlögð og ónothæf ef maður drífur ekki í að ljúka verkefninu. Þannig að: Píndu þig bara í að búa til nokkra bunka, einsöngslög í einn, barnakórar í annan o.s.frv. og fyrr en varir sérðu að þú bara verður að klára þetta ef þú ætlar að geta komist um íbúðina!
Gangi þér vel!
At 7/1/07 2:39 e.h., Nafnlaus said…
mikið sem ég skil þig Syngibjörg. mér er ýmislegt til lista lagt, en að skipuleggja svona hluti er mér lífsins ómögulegt. en ég gæti komið og setið með þér og urrað yfir góðu kaffi;)
At 7/1/07 4:59 e.h., Harpa Jónsdóttir said…
Gangi þér vel!
Skrifa ummæli
<< Home