Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, janúar 13, 2007

Uppeftir og niðrettir. Útettir og innettir

Lét mágkonu mín plata mig í leikfimi kl. 10 í morgun. Byrjaði leikfimina reyndar hér fyrir utan húsið þegar ég hóf að grafa litla bílinn minn upp úr snjónum sem hafði kyngt svona hressilega niður kvöldið og nóttina áður. Notaði skófluna til að moka skaflinn ofan af bílnum en Snáðinn vildi óður og uppvægur hjálpa til og bisaðist með kústsköfuna á rúðunum á milli þess sem hann datt um koll í öllum snjónum. Honum var skutlað í mikilli ófærð í pössun þar sem hann átti í vændum skíðaferð upp á Dal, ha nei það heitir víst það ekki lengur. Ég veit ekki hvað svæðið er kallað núna, kannski bara skíðasvæðið. Frekar ósjarmerandi. Það er náttla nostalgíja að tala um að fara upp á Dal. Þaðan eru margar dásamlegar minningar bundnar við sól, renni færi, röð í lyftum, gilið, heitt kakó og skíðaskálann. Vááá, ég flýg hér mörg, möööörg ár aftur í tímann.
Jæja aftur að deginum í dag en Ísafjörður skartaði sínu fegursta og skíðaiðkendur ættu að drífa sig í fjallið meðan snjóinn nýtur við. Maður veit aldrei hvenær hann fer að rigna sjáiði til. Skógarbrautin stendur opin þeim sem vilja koma, gista og fá sér nokkrar salíbunur í fjallinu.
Nú eitthvað fer þetta út og suður hér hjá mér þessi færsla en sem sagt var komin að því
þegar ég svo komst svo loks niður í bæ þá tók við bið í heilar 20 mínútur eftir kennaranum, í ótrúlega fallegri morgunbirtu reyndar sem skemmdi ekkert fyrir svo sem.
Aðal leikfimikennarinn var veðurteppt í Reykjavík og sú sem hljóp í skarðið var föst í stórum skafli fyrir utan húsið sitt. Púlið sem hún bauð upp á hafði góð áhrif á sálartetrið. Merkilegt hvað manni liður vel eftir svona hreyfingu. Eyddi svo deginum í allt annað en ég hafði planað. Þannig var nefnilega að ég hafði fengið símtal á fimmtudaginn þar sem ég var beðin um að gera dáldið leyndó. Já ég var alveg til í það og þetta er á föstudaginn var sagt hinu megin á línunni. Ókey, föstudaginn kl. hálf sex, ég mæti. Gott, hef heila viku til að undirbúa og æfa, ekki alltaf sem maður fær svona langan tíma. En þar sem ég er svo stödd í dag hjá mömmu með Snáðann í pössunina spyr hún mig hvaða lög ég hafi valið fyrir leyndóið í dag (laugardag) Iiiiiii, þetta er ekki fyrr en á föstudaginn segi ég. Ha, neinei maðurinn á afmæli í dag.
Upp hófst mikið hjartaflökt, sviti spratt út undan þykku úlpunni og ég eiginlega hneig niður. Hringdi í ofboði í gítarleikarann sem ég hafði hugsað með mér til verksins, en þá er hann staddur í Reykjavík. Mon dju, hvað geri ég þá?????
Læt mér detta annar í hug, sem gat sem betur fer gert þetta með mér. Dagurinn fór því í að finna lög, æfa þau og fara sem leyninúmer í 60 afmæli manns hér í bæ. Og fyrirmælin voru þessi: Komdu inn, byrjaðu að syngja án þess að segja neitt, syngdu 3 lög og farðu svo. UHHH.... já OK ég get gert þetta. Frétti svo að vinir þessa manns eru í sérlegu Hrekkjalómafélagi og vildu koma með óvænt númer í veisluna. Ég bætti um betur og fékk afmælisbarnið til að spila á sérlega hristu sem lítur út eins og paprika og vakti það gríðar lukku.
Afmælisbarnið var klappað upp.

2 Comments:

  • At 14/1/07 7:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    alvöru og pró redding hjá þér, rosa flott...ég held ég mundi frekar vilja láta draga úr mér tönn en að "performera" fyrir hóp fólks

    respect!

     
  • At 14/1/07 11:01 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ja, verður maður ekki að þykjst vera alvöru.... til að geta kynnt sig sem alvöru......
    Takk fyrir hrósið mín kæra:O)

     

Skrifa ummæli

<< Home