Ævintýri Snáðans
Snáðinn minn fór suður í sína reglulegu rannsókn á nýrunum sl. sunnudag.
Í þetta sinn fór faðirinn með drenginn.
Rannsóknin er engin skemmtiferð fyrir hann.
Hann fær allskonar efni í sig inn um nál með krana.
Eitthvað fór þetta allt saman illa í hann.
Ég hef fengið söguna í svona skömmtun því hann á það til að koma hlaupandi til mín í miðjum leik til að segja mér frá því þegar hann ældi í lyftunni, fékk niðurgang og svoleiðis skemmtilegheit.
Á þriðjudaginn átti ég von á honum með flugi og ferðaðist hann einn í umsjá flugfreyju dagsins. Sat hér heima með verktakanum í svona síðasta tékki, því enn á eftir að klára hér lítilræði.
Símtal kom frá föðurnum að barnið væri á leið til Ísafjarðar.Ég var hér hin rólegasta og fylgdist með klukkunni því ég átti von á honum eftir 45 mínútur. En stuttu seinna fæ ég annað símtal frá föðurnum. Vélin var á leið til Keflavíkur því það hefði orðið bilun í hemlabúnaði hennar. Ég hentist upp úr stólnum og mömmuhjartað tók kipp. Aumingja verkatakinn vissi ekki hvernig hann átti að vera því ég afmyndaðist í framan og sagði bara "nei ég trúi þessu ekki". Litla barnið mitt eitt á ferðalagi og lendir í einhverjum hremmingum og mamm hvergi nálægt. Stuttu seinna hringir flugfreyjan og þegar ég heyrði í honum þar sem hann var syngjandi sæll og glaður á tali við flugmennina róaðist ég nú ögn. Tveimur og hálfum tíma síðar heimti ég hann úr ævintýrinu úr höndum flugamannsins sem var orðinn besti vinur hanns.
Í lófanum voru tveir súkkulaðimolar.
Frá flugmanninum.
Í þetta sinn fór faðirinn með drenginn.
Rannsóknin er engin skemmtiferð fyrir hann.
Hann fær allskonar efni í sig inn um nál með krana.
Eitthvað fór þetta allt saman illa í hann.
Ég hef fengið söguna í svona skömmtun því hann á það til að koma hlaupandi til mín í miðjum leik til að segja mér frá því þegar hann ældi í lyftunni, fékk niðurgang og svoleiðis skemmtilegheit.
Á þriðjudaginn átti ég von á honum með flugi og ferðaðist hann einn í umsjá flugfreyju dagsins. Sat hér heima með verktakanum í svona síðasta tékki, því enn á eftir að klára hér lítilræði.
Símtal kom frá föðurnum að barnið væri á leið til Ísafjarðar.Ég var hér hin rólegasta og fylgdist með klukkunni því ég átti von á honum eftir 45 mínútur. En stuttu seinna fæ ég annað símtal frá föðurnum. Vélin var á leið til Keflavíkur því það hefði orðið bilun í hemlabúnaði hennar. Ég hentist upp úr stólnum og mömmuhjartað tók kipp. Aumingja verkatakinn vissi ekki hvernig hann átti að vera því ég afmyndaðist í framan og sagði bara "nei ég trúi þessu ekki". Litla barnið mitt eitt á ferðalagi og lendir í einhverjum hremmingum og mamm hvergi nálægt. Stuttu seinna hringir flugfreyjan og þegar ég heyrði í honum þar sem hann var syngjandi sæll og glaður á tali við flugmennina róaðist ég nú ögn. Tveimur og hálfum tíma síðar heimti ég hann úr ævintýrinu úr höndum flugamannsins sem var orðinn besti vinur hanns.
Í lófanum voru tveir súkkulaðimolar.
Frá flugmanninum.
6 Comments:
At 12/1/07 10:58 f.h., Hildigunnur said…
æi, gott að þetta fór allt vel :)
At 12/1/07 11:37 f.h., Nafnlaus said…
æ, litla greyið, ósköp er að heyra þetta. gott að hann tók þessu létt:)
At 12/1/07 12:41 e.h., Ester Elíasdóttir said…
Mar fær bara tár í augun. Litla krílið. Hvað er hann gamall? Á vinkonu með ígrætt nýra og þekki svona nýrnavesen í gegnum hana. Ekki tekið út með sældinni.
At 12/1/07 12:42 e.h., Harpa Jónsdóttir said…
Æ, ég fékk líka líka smá tár. EN gott að þetta fór vel.
At 12/1/07 3:38 e.h., Kristin Bjorg said…
Litla ræfills tuskan - gott að allt fór vel....
At 12/1/07 4:55 e.h., Syngibjörg said…
Ester; Hlynur Ingi er ný orðinn 5 ára og hefur þurft að láta fylgjast með nýrunum frá fæðingu vegna þrengsla sem eru í leiðurum sem liggja frá nýrunum yfir í þvagblöðruna. Getur orsakað nýrnabilun seinna á ævinni vegna þess að nýrnaskálarnar þenjast allaf út áður en þær ná að tæma sig.Þetta hefur sem betur fer ekkert háð honum.En guði sé lof fyrir tæknina. Þetta uppgötvaðist þegar hann var 12 vikna fóstur!
Skrifa ummæli
<< Home