Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, janúar 22, 2007

Hún er komin aftur og hin vill ekki sofa

Híhíhíhí....... nú er mín sko aldeilis glöð.
Uppáhalds bloggarinn er komin á stjá.


Verð annars að fara að gera eitthvað í þessu næturrölti mínu.
Hef áður tjáð mig hér hversu mikill kvöld drollari ég sé.
Vakna staðföst alla morgna, þegar syfjan er alveg að drepa mig,
að nú verði ég að farið fyrr að sofa en kvöldð áður.
Svei mér þá alla mína daga, ég er bara ekkert að ná þessu takmarki.
Seinka alltaf háttatímanum ef eitthvað er.
Samt er ég með skemmtilega bók, nýtt og kósí rúm, nýtt herbergi og ný rúmföt.
Svo það ætti nú að hafa eitthvað aðdráttarafl.
En nei, ekki fyrir hana Syngibjörgu.
Er svo orðin pirruð út í sjálfan mig.
Sit hér og skammast.
Taktu þig nú saman í andlitinu kona.
Kanntu ráð?

6 Comments:

  • At 23/1/07 10:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    held að það sé erfitt að breyta svona, sjálf er ég morgunmanneskja, voða kvöldsvæf en morgunhress. er þetta ekki bara í genunum eða eitthvað?

     
  • At 23/1/07 12:28 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Þetta hleypur í fjölskyldunni. Sjálf tek ég nóttinni með opnum örmum og bölva morgnunum hástöfum. Svona er þetta bara.

     
  • At 23/1/07 2:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Umvefðu þetta bara-svona ertu og það er ekkert að því mín kæra.

     
  • At 24/1/07 12:57 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk fyrir peppið, girls.
    Er t.d núna að tövuhangsa og klukkan að verða eitt, drullulasin en með svo þungann bossa.Jájá þetta er bara ég.Stórt knús.

     
  • At 25/1/07 12:42 f.h., Blogger Anna Sigga said…

    Hvað með svefntöflur? Það geri ég!

     
  • At 26/1/07 1:25 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Vil helst komast hjá því að gleypa töflur en hef vissulega hugsað um það.

     

Skrifa ummæli

<< Home