Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Bumbubani óskast

Á laugardaginn fer ég á ball.
Ekta síðkjólaball.
Fæ hárgreiðslu og alles.
Er farin að hlakka til því ég hef ekki farið á ball síðan..........
bara man ekki.
Vona að ég verði orðin frísk.
Svimar af hausverk.
Og er líka með magapest dauðans,
maginn lítur út eins og gengin 4ra mánuði.
Hata bumbumaga,
útþaninn kvið og verki.
Verð ekki lekker í þröngum síðkjól
með bumbuna ÚT í loftið.


Trylli heldur ekki af mér hælana í þessu ástandi.

8 Comments:

  • At 24/1/07 8:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er alltaf hægt að "sjokka" bumbuna upp ;)
    kv. María

     
  • At 24/1/07 11:18 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já, þú segir nokkuð, svona nútíma bumbubani hahaha.

     
  • At 24/1/07 11:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég held þú verðir stórglæsileg hvort sem þú notir nútímabumbubanann eða ekki!
    kv. María

     
  • At 24/1/07 12:09 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk María, líður strax betur:O)

     
  • At 24/1/07 1:44 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Ég er handviss um að þér verður batnað og að þú verður ofurlekker á laugardaginn!

     
  • At 24/1/07 5:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er miðvikudagur þannig að það eru nokkrir dagar til stefnu-ég er handviss á að þú verður glæsileg og dansar ræl við hann afa sinn-nei nei, djók-þú verður svoooo glæsileg að það verður slegist um danskortið þitt-nei úpps..það er ekkert danskort er það? Ég var að horfa á Önnu í Grænuhlíð í gær og gleymdi mér svolítið:)
    En það sem ég vildi sagt hafa er þetta: bumba eður ei-þú verður glæsileg:)

     
  • At 24/1/07 5:36 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Við skulum vona að dagarnir verði mér hliðhollir og leyfi mér að batna svo ég verði nú sæt og fín eins þið allar spáið að ég verði.

     
  • At 25/1/07 9:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þú verður massa flott, ekki spurning:)

     

Skrifa ummæli

<< Home