Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Litla fólkið

Stundum fæ ég alveg upp í kok af börnunum mínum.
Líður þannig núna.
Finnst það ekkert sérlega "móðurlegt" að viðurkenna það.
En ég er bara mannleg.

Þau hafa gefið deginum einstakt yfirbragð eins og...
"Drullaðu þér út úr herberginu mínu"
"Nei"
"Júúúú Núúúúna" .......
......og svo er ýtt, slegist, klórað og kýlt.

Svo gefandi eitthvað.
Eins og þau eru yndislegar manneskjur...
.....svona sitt í hvoru lagi.

Og mig langar að hlaupa út og láta þau um þetta.
Láta mig hverfa.
Hef alveg ógurlega stuttan þráð þegar ég þarf að kljást við rifrildi
af þessu tagi.
Maður er alltaf allur af vilja gerður að gera ýmislegt með þeim og fyrir þau en launin eru óréttlæti heimsins.
Reynir að kenna þeim að meta það sem þau hafa og fá og leiða þeim fyrir sjónir að í mannlegum samskiptum gildir ekki frekja og yfirgangur.

Þarf líka að venjast því og læra að kljást við þetta ein.
Held það séu mestu viðbrigðin.
Aldrei pása.
Maður er stöðugt á vaktinni.

6 Comments:

  • At 4/2/07 8:43 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Vanþakklátasta starf í heimi! Hvenær lærðir þú að meta móður þína? ...einmitt!!

     
  • At 5/2/07 5:27 e.h., Blogger Kristin Bjorg said…

    Mikið get ég tekið undir þessi skrif - það er aldrei styttir hjá manni þráðurinn en þegar börnin eru með skítkast hvert út í annað.
    Mínar eru nú yfireitt afbragðs vænar hvor við aðra en þeim mun orðljótari þegar upp úr síður. Og þá langar mann stundum að henda þeim! Ig skammast sín ekki fyrir það.....

     
  • At 6/2/07 8:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    úff, láttu mig þekkja þetta, synir mínir rífast og slást endalaust.

    var einmitt að láta laga tvær hurðarlæsingar og demparann á píanóinu, en það skemmdu þeir í nýlegu rifrildi.

    púff. en þeir eru samt bestir:D

     
  • At 6/2/07 9:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    úff það er sko ekkert grín að vera einn á vaktinni, bara eðlilegt að það taki stundum á taugarnar.

     
  • At 7/2/07 7:37 e.h., Blogger Blinda said…

    Þetta kemur.
    Eitt ár í einu elskan, eitt ár í einu. ;-)

     
  • At 7/2/07 8:42 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Meðal: jaaa, mínar vangaveltur snúast eiginlega um samskipti barnanna.

    Kristín og Baun:Akkúrat

    Fríður Sól: Hæ, gaman að sjá þig hér. Alltaf gaman að fá nýja í heimsókn.

    Linda: Veiii, ertu komin, jíbbí. Var farin að sakna þín ógurlega.

     

Skrifa ummæli

<< Home