Sunnudags vafstur
Fór inn á verkstæði hjá pabba og þreif bílinn núna áðan.
Drullan maður lifandi sem lak niður eftir honum þegar ég
úðaðu tjöruhreinsinum á hann. En núna lyktar hann af vínilgljáa og
örðum hreinsiefnum og er glerfínn og flottur.
Sit hér annars og er að horfa á sjónvarpið með öðru auganu.
Sá aftur þáttinn með píanóleikaranum Glenn Gould.
Sérvitringur fram í fingurgóma en hrikalega flottur spilari.
Eftir honum var þáttur um íslenska myndlistarmenn.
Og kynningarstefið sem er spilað í upphafi þáttarins- almáttugur -
annan eins hroðbjóð hef ég bara ekki heyrt.
Einhver ERON er skrifaður/skrifuð fyrir þessu og mér er sama þótt ég sé að
móðga einhvern en þetta er eins og versta útgáfa af lyftutónlist
eða öðrum hryllingi. Skil ekkert í því hvernig þetta rataði með þessum líka
fína þætti um íslenska myndlistarmenn.
Hlakka svo til í kvöld að sjá nýja íslenska þáttinn um tónlist sem Ari Trausti gerði ásamt fleirum.
Fannst tíu fingur góðir og er ánægð að sjá að eitthvað tekur við af honum.
Sakna samt þess hér sem maður gerði í eina tíð þegar kúrt var
með teppi og kakó fyrir framan sjónvarpið á köldum
sunnudagseftirmiðdögum og horft var á óperur og tónleika.
Núna sést svoleiðis efni varla.
Finnst það miður.
Ætla svo að haska mér í að búa til eftirrétt en uppalendur mínir buðu í læri í kvöld.
Góður endir á annars fínni helgi.
Svo er brjáluð vika framundan.
Drullan maður lifandi sem lak niður eftir honum þegar ég
úðaðu tjöruhreinsinum á hann. En núna lyktar hann af vínilgljáa og
örðum hreinsiefnum og er glerfínn og flottur.
Sit hér annars og er að horfa á sjónvarpið með öðru auganu.
Sá aftur þáttinn með píanóleikaranum Glenn Gould.
Sérvitringur fram í fingurgóma en hrikalega flottur spilari.
Eftir honum var þáttur um íslenska myndlistarmenn.
Og kynningarstefið sem er spilað í upphafi þáttarins- almáttugur -
annan eins hroðbjóð hef ég bara ekki heyrt.
Einhver ERON er skrifaður/skrifuð fyrir þessu og mér er sama þótt ég sé að
móðga einhvern en þetta er eins og versta útgáfa af lyftutónlist
eða öðrum hryllingi. Skil ekkert í því hvernig þetta rataði með þessum líka
fína þætti um íslenska myndlistarmenn.
Hlakka svo til í kvöld að sjá nýja íslenska þáttinn um tónlist sem Ari Trausti gerði ásamt fleirum.
Fannst tíu fingur góðir og er ánægð að sjá að eitthvað tekur við af honum.
Sakna samt þess hér sem maður gerði í eina tíð þegar kúrt var
með teppi og kakó fyrir framan sjónvarpið á köldum
sunnudagseftirmiðdögum og horft var á óperur og tónleika.
Núna sést svoleiðis efni varla.
Finnst það miður.
Ætla svo að haska mér í að búa til eftirrétt en uppalendur mínir buðu í læri í kvöld.
Góður endir á annars fínni helgi.
Svo er brjáluð vika framundan.
6 Comments:
At 12/2/07 12:42 e.h., Meðalmaðurinn said…
Ertu ekki á leið í Borg Óttans?
At 12/2/07 1:35 e.h., Nafnlaus said…
missti (sem betur fer) af þessari lélegu tónlist...gangi þér vel dugnaðarforkur:)
At 12/2/07 3:15 e.h., Nafnlaus said…
Góðan daginn frú Syngibjörg-vonandi svafstu vel og vonandi verður dagurinn þér góður:)
At 12/2/07 5:40 e.h., Syngibjörg said…
Meðal: jú mikið rétt. Hringi.
Baun: takk, en veistu nokkuð hvað forkur í orðinu dugnaðar-forkur stendur fyrir?
Svanfríður: takk fyrir þessa góður kveðju.
At 13/2/07 10:21 f.h., Nafnlaus said…
hmmm...forkur þýðir víst gaffall eða heykvísl...
At 13/2/07 10:08 e.h., Syngibjörg said…
Já ég hélt það en fannst það hálf undarlegt í þessu samhengi.
Skrifa ummæli
<< Home