Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Í rúmi liggjandi

Já góðir hlutir gerast hægt verð ég nú að segja.
Keypti mér nýtt rúm í haust en var efins um að botninn kæmist
upp á efri hæðin þegar ég sá stigaopið.
Smiðurinn mældi reifur og hélt því fram að þetta slyppi auðveldlega.
Upp fór þó botninn ekki þrátt fyrir mikinn vilja góðra manna sem bisuðust við
að troða honum í gegnum stigaopið.
Þá var bara að athuga hvort ekki væri hægt að fá svona botn í tvennu lagi.
Hringdi og pantaði hann í byrjun nóvember.
Og núna er kominn febrúar og ég loksins hætt að liggja á gólfinu á dýnunni því botninn
kom í fyrradag. Pabbi hjálpaði mér við að bera hann upp í herbergi og við eiginlega hlógum þegar hann rann hér nánast sjálfur upp tröppurnar.
Sef eins og ungabarn og finnst betra að leggjast upp í rúm en niður á gólf.
Og hvað þetta er fínt.
Hafði fjárfest í nýju rúmteppi og púðum svo þetta er núna alveg svakalega lekkert og smart.

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home