Spinn spinn
Hafið þið farið í spinning?
*dæs*
Er búin að þrjóskast við í 3 vikur og er rétt farin að geta staðið á hjólinu.
Tala nú ekki um auma bossann....æææææ......
Æfingarnar sem unga konan gerir á hjólinu eru hreint ótrúlegar.
Ég á fullt í fangi með að láta fæturna halda takti og "spinna" þó ég sé ekki
standandi upp, gerandi armbeygjur og hjólaandi með rassinn fyrir aftan hnakkinn.
Er að herða mig í að fara í tíma núna því þetta er góð fimi fyrir mig og
mínar mjaðmir. Finn mikinn mun á grindargliðnunarmálunum,
(sko krakkinn fæddist fyrir 5 árum!!!!!!!) og bólgur hafa hjaðnað.
Vildi bara að þetta væro öööörlítið skemmtilegra.
*dæs*
Er búin að þrjóskast við í 3 vikur og er rétt farin að geta staðið á hjólinu.
Tala nú ekki um auma bossann....æææææ......
Æfingarnar sem unga konan gerir á hjólinu eru hreint ótrúlegar.
Ég á fullt í fangi með að láta fæturna halda takti og "spinna" þó ég sé ekki
standandi upp, gerandi armbeygjur og hjólaandi með rassinn fyrir aftan hnakkinn.
Er að herða mig í að fara í tíma núna því þetta er góð fimi fyrir mig og
mínar mjaðmir. Finn mikinn mun á grindargliðnunarmálunum,
(sko krakkinn fæddist fyrir 5 árum!!!!!!!) og bólgur hafa hjaðnað.
Vildi bara að þetta væro öööörlítið skemmtilegra.
4 Comments:
At 12/2/07 9:05 e.h., Nafnlaus said…
Ég klappa nú fyrir þér mín kæra því spinning er eitt það allra allra leiðinlegasta sem ég hef komist í en auðvitað er það hollt og gott fyrir líkamann. Best þykir mér að heyra um grindargliðnunina, að þú finnir mun á þér. Frábært.
At 13/2/07 10:21 f.h., Nafnlaus said…
Hef einmitt aldrei komist upp á lagið með að fíla spinning, þrátt fyrir ýmiskonar aðrar sprikldellur. Aðallega leiðist mér að hjóla og svo er þetta líka sárt fyrir viðkvæma staði sem ekki hafa náð að mynda sigg, eins og mér skilst að konur sem stunda hestamennsku nái t.d.
Fékk einu sinni gott ráð frá konu. Skella á sig svona "eftirfæðingubindi" og ferðin verður víst mýkri.
lindablinda (fæ ekki að kommenta öðruvísi)
At 13/2/07 1:59 e.h., Nafnlaus said…
ekki þykir mér fýsileg tilhugsun að mynda sigg á mína allra viðkvæmustu staði...
At 13/2/07 10:13 e.h., Syngibjörg said…
Hahaha.. nei sammála þér baun, sigg á bossann, ekki sérega dömulegt. En ég hef séð sumar hafa með sér pamellu- sem þær skella á hnakkinn sem er örugglega þægilegra en bómullinn sem nuddast við viðkvæma staði þegar maður hjólar ...hóst... fer nú ekki nánar út í það......
Takk fyrir klappið , Svanfríður, heyrði það alveg hingað; ta-ta tí-tí-ta tí-tí-tí-tí ta-ta, eða var það ekki?
Skrifa ummæli
<< Home