Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, mars 05, 2007

Sem ég segi....

Mikið er alltaf gott að koma heim.
Liggja í sínu rúmi og svonna.
Þetta var annars frábær ferð í alla staði og ég farin að hlakka strax til næsta skiptis.

Hef verið að batna með flughræðsluna en fékk smá bank í brjóstið þegar flugfreyjan horfði á mig köldu augnarráði og bað mig með hálfgerðu þjósti að slökkva á ipodinum.
Roðnaði öll og spurði þar sem ég væri einkar flughrædd og notaði tónlist til að slaka á í fluginu hvort ég mætti hafa annað eyrað laust. Hún samþykkti það en minnti mig á í tvígang að þar sem það væri nú skrifað í lög með notkun tækja í flugtaki og lendingu að á þeim yrði að vera slökkt gæti hún gert við mig þessa málamiðlun.
Well það slapp fyrir horn og ég róaðist.

Köben var köld til að byrja með og rök svo kuldin smaug inn í merg og bein.
Meira að segja mokkakápan mátti sín lítils.
Því var stundum kalt að bíða eftir strætó, en hann kom alltaf og á réttum tíma.
Nema daginn eftir fyrstu óeirðirnar við Ungdomshudet.
Sá brennda bíla, brotnar rúður og reiða unglinga.
Líka lögreglu á hestum.


Söng á tónleikum með flottu bandi á kósý stað.
Hitti skemmtilegt fólk og sjarmatröll.
En agalega reykja þeir mikið og loftræsting er afskaplegt rarítet.
Því lyktaði ferðataskan eins og öskubakki og ég hef þvegið þvott í allan dag.

Og svo komast ég loks hingað inn til að blogga.
Annars er hversdagleikinn fínn með steiktum fiski í raspi
og kokteilsósu í bland við snjókomu og ófærð.
Kveikti bara á fleiri kertum sem speglast í snjóugum rúðum.

Ahhhhh........ notalegt.

3 Comments:

  • At 5/3/07 10:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gott að sjá þig aftur:-)

     
  • At 5/3/07 10:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Velkomin heim úr greinilega góðri ferð. Vonandi eru þið ekki að snjóa alveg inni fyrir vestan,ljót er spáin. Kveðja Gulaug Hestnes

     
  • At 6/3/07 9:38 f.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Skrítið, fyrir utan gluggann minn er sól og allt autt, í gær var meira að segja vorlykt í lofti (gæti þó hafa verið svifrykið að rugla mig).
    Allavega, velkomin heim ot takk fyrir afmæliskveðjuna :)

     

Skrifa ummæli

<< Home