Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Komin heim.
Það var farið hratt, í öllum skilningi þess orðs.
En samt ekkert ólöglegt.
Söng, dansaði,
var "læf" á X factor til að sjá hana Guðbjörgu mína, (sem komst áfram)
fékk mér gott rauðvín,
hitti eldri börnin,
og keypti mér hrikalega flotta flík.
Var búin að gleyma hvað það fer mikill tími í ferðir.


Er að fara í gegnum klikkaða viku og er búin að gera svona miða þar sem ég skrifa verkefni hvers dags fyrir sig svo ég fari ekki yfir um og gleymi engu.

Tek sem sagt einn dag í einu, svona AA meðferð á mikla vinnutörn.

8 Comments:

  • At 21/2/07 3:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Velkomin heim til þín eftir að mér sýnist, góða ferð.
    Stundum þarf maður bara að skrifa lista til að allt gangi snurðunarlaust.

     
  • At 21/2/07 5:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    segðu okkur meira um flíkina...

     
  • At 21/2/07 6:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ohhhh..... það eina sem ég myndi vilja sjá - en á ekki stöð tvö, hana Guðbjörgu "okkar" ;-). Er hún ekki alveg að brillera?

    Já, og hvað með flíkina....??

    lindablinda

     
  • At 22/2/07 12:50 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Guðbjörg er náttlega bara að brillera krakkinn, hefur þessa ótrúlegu rödd.

    Já flíkin, fann ekki neitt gott orð þegar ég sat og skrifaði en þetta er svona svört flík úr bómull, efra stykki, (ekki bolur og ekki blússa) með v-hálsmáli og á því er líning og svo koma bönd frá rikkingum neðan við brjóstin sem eru bundin aftur fyrir bak. Ermarnar eru hálfermar og svolítið víðar. Mjög smart og svoan fínt en ekki gala.Var flott í þessu á tónleikunum og á árshátið. Og þið fáið að sjá hana þegar við hittumst í stelpupartíinu. Er það ekki annars? Stendur það ekki ennþá? Baun?

     
  • At 22/2/07 2:03 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Flíkin hljómar mjög vel...

     
  • At 22/2/07 11:23 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Promising.. hvar er hún keypt (gefur nefnilega líka góða mynd af henni að vita það...)

     
  • At 23/2/07 9:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég veit ekki betur en þetta standi allt saman...Barbí??

     
  • At 23/2/07 9:49 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Flíkin var keypt í In Wear í Kringlunni.

     

Skrifa ummæli

<< Home