Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Var að fara í gegnum mars mánuð til að sjá hvernig hann lítur út.
Á dagskránni er m.a.

  • Fara suður á ráðstefnu
  • Taka á móti frumburðinum og kórnum hans í MH
  • Kórpartý fyrir MH-inga
  • Árshátið kvennakórsins
  • Árshátið Grunnskólans, 5.bekkur brillerar
  • Tvær uppákomur með kvennakórnum
  • Fara á tvenna tónleika hér í bæ

Og svo vinnan, skólinn, uppeldið, lífið og tilveran.

Einhvernveginn rennur þetta ljúft með kaffinu og stöku sjérríglasi hér og þar í amstri dagsins.
Það er nefnilega bara í boði að gera hlutina skemmtilega,
laða að sér jákvætt fólk og gefa lífinu gildi sem felur í sér að hafa gaman af því.
Sjá hlutina í spaugilegu samhengi og hlæja hátt.

13 Comments:

  • At 7/3/07 2:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er alveg nóg að gera hjá þér sé ég. Þú minntist á Marian Keyes í athugasemdunum hjá mér. Ég hef lesið allar hennar bækur og langaði að spyrja þig hvort þú hefðir lesið nýjustu bókina hennar, Is anybody out there? Ef svo er, hvernig fannst þér hún? Ég varð fyrir vonbrigðum með hana og býð því spennt eftir næstu.

     
  • At 7/3/07 5:32 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Nei hef ekki lesið þessa bók sem þú nefnir, var að ljúka við Watermelon og hafði gaman af.Þarf eiginlega að lesa hina, læt þig svo vita hvað mér finnst;O)

     
  • At 7/3/07 5:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Var mín að horfa á sömu mynd og ég??? :-)....jákvæðnin á fullu.... Gott mál.

     
  • At 7/3/07 5:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Watermelon fannst mér góð líka en uppáhaldið mitt er Lucy Sullivan is getting married-æðisleg:)

     
  • At 7/3/07 9:41 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hver gleymdi að kvitta??

    Svanfríður: Úps...á líka eftir að lesa hana en hef þá eitthvað til að hlakka til.

     
  • At 9/3/07 7:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jákvætt fólk er miklu skemmtilegra en neikvætt fólk.

    og það segi ég. blákalt.

     
  • At 10/3/07 4:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, ég er hundraðprósent sammála þér og baun! Um leið og maður fattar þennan galdur (að sjá hlutina í spaugilegu samhengi og hlæja) þá verður allt svo mikið auðveldara. Og eitt hef ég uppgötvað, blogg er einkar vel til þess fallið að þröngva manni til að sjá hitt og þetta í spaugilegu samhengi. Ég hef oft séð hlutina í nýju ljósi eftir að hafa ákveðið að skrifa um þá!

     
  • At 10/3/07 9:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    úúú elska marian keyes!! ef ykkur vantar síðan uppástungur að fleiri höfundum er ég sko með fullt af nöfnum fyrir ykkur ;) Svanfríður er Is anybody out there? ekki framhald af under the duvet sem er sjálfsævisaga höfundar?

     
  • At 10/3/07 11:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Væla: nei-Is anybody out there er sjálfstæð saga með einni af Walsh systrum í aðalhlutverki. Hún hafði í raun aldrei komið neitt mikið fram í fyrri bókum. En ég varð því miður ekki ánægð með lestur bókarinnar, en ég mæli samt með henni-það eru ágætir sprettir þar.
    Framhald af Under the Duvet kallast Cracks in my foundation og er ágæt hreint. Fínt að grípa í hana. Ég er í einhverjum fréttaklúbb um Marian og ég held, án þess þó að vera alveg viss, að ný bók eftir hana komi út núna á næstu vikum, allavega hér í USA.
    Svo er önnur bók eftir höfund sem heitir No dress Rehearsal. Hún er 79 bls. og er ágæt smásaga. Svo er ein önnur svona smásaga e. hana sem ég á en man bara ekki í svipin hvað hún heitir.
    lalalala:) sorrý hvað þetta varð langt hjá mér.

     
  • At 11/3/07 12:43 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir þetta stelpur, ég þarf greinilega að fara á bókasafnið og lesa meira eftir hana. Finnst hún reyndar svolítið mistæk en.... samt hægt að hafa gaman af henni.
    Og Væla, ábendingar um höfunda góðra bóka alltaf vel þegnar:O)

     
  • At 11/3/07 9:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ok, ég hef verið að lesa bækur eftir konu sem heitir Freya North og þær eru mjög fínar, svo í léttari kantinum eru t.d. shopaholic bækurnar eftir Sophie Kinsella (og hinar bækurnar eftir hana eru líka fínar). Svo er ein sem heitir Jill Mansell en lesiði helst seinni bækurnar hennar, þessar fyrstu eru ekki góðar, allt of langdregnar. Hmmm, svo er ein bandarísk sem er alveg frábær sem heitir Jenny Crusie eða stundum Jennifer Crusie og bækurnar hennar eru meiriháttar! Er þetta ekki nóg í bili?

     
  • At 11/3/07 12:14 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Kærar þakkir frú Væla,þessi listi ætti að duga fram í sumarið:O)

     
  • At 11/3/07 1:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég tek undir með Vælu-Shopaholic bækurnar eru ágætar og er sú nýjasta komin út. Svo er annar léttrithöfundur sem ég bara man ekki hvað heitir og hefur hún skrifað 3 bækur og heita fyrstu tvær-Something borrowed og Something Blue-mjög fínar laugardagsbækur.

     

Skrifa ummæli

<< Home