Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, mars 14, 2007

Rugl í netheimum og verkir í beinum

Var að skipta yfir í nýja kerfið og sé að linkarnir mínir eru ólæsilegir.
Veit einhver hvað veldur og hvernig á að laga þetta?
Hef líka farið inn á síður þar sem þetta er sama vandamálið.
Hef líka lent í miklum vandræðum við að kommenta á ykkur, vinir mínir í netheimum, eftir að ég skipti yfir. Vona að þetta fari nú að lagast.

Ligg hér annars veik í fyrsta sinn í vetur.
Var nýbúin að hrósa happi yfir lánsemi minni með börnin mín og mig þegar við leggjumst öll í rúmið hvert á fætur öðru.
Hefði nú átt að spara montið.
Kannist þið ekki við að hafa hrósað happi yfir einhverju og svo kemur það fyrir stuttu seinna.
Mér líður alltaf eins og kjána þegar það gerist.
Líður þannig núna.
Og auðvita liggur mikið við í vinnunni, árshátið Grunnskólans og stór dagur á morgunn með 3ur sýningum. Druslaðist á æfingar í morgunn sem gengu bara nokkuð vel.
Hlakka allavega til á morgun.
Því er best að vera stillt og leggja sig.
Ég meina, hvenær leyfir maður sér það nema þá helst í veikindum.

Efnisorð:

7 Comments:

  • At 14/3/07 1:12 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    æh, þú hefðir þurft að kópíera linkana eins og þeir voru í gamla blogger og líma aftur inn, en það er fullseint. Ég fór í gegn um allt draslið og lagaði handvirkt, tekur smá tíma en gengur alveg.

     
  • At 14/3/07 2:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vonandi batnar þér fljótt..knús á þig.

     
  • At 14/3/07 2:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku thid oll. kystu krakkana fra okkur.verst ad vera ekki heima til ad adstoda i veikindunum,her er sol og vorid komid.kvedja fra ollum i Sverige.
    mamma og pabbi

     
  • At 14/3/07 2:57 e.h., Blogger Halldís said…

    já farðu í template inná blogger og verður að laga sjálf...

     
  • At 14/3/07 6:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    batnkveðjur mín kæra:)

     
  • At 15/3/07 12:30 e.h., Blogger agusta said…

    heyyyy beib...

    Loksins loksins loksnis kemst ég inn á síðuna þína... hahahhaha
    Takk fyrir síðast.. vá Danmörk var geggjuð hjá okkur og 17 skipti eftir.. júhú... loveit...

    Hlakka til næst... get varla beðið hahahha..

    Love Ágústa

     
  • At 15/3/07 4:36 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir kveðjurnar. Er öll að hressast.

     

Skrifa ummæli

<< Home