Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, mars 12, 2007

Dagur í lífi mínu

Fann fjársjóð í dag.
Í kössum hingað og þangað um grunnskólann.
Hróðug labbaði ég með fullt fangið yfir í Tónlistarskóla.
Þurfti að nota olnbogann til að opna hurðina og ætlaði svo að spyrna í þröskuldinn því hurðin er stór og þung. Eitthvað var spyrnan kröftug eða skórnir sleipir því næst
vissi ég af mér liggjandi í gólfinu með öll hljóðfærin ofan á mér.
Hló eins og fífl og leið eins.
Góðar konur komu svo og björguðu mér og hljóðfærunum þegar ég á milli hlátursrokanna gat gert vart við mig.
Eftir að hafa jafnað mig hljóp ég aftur yfir í grunnskóla og við tók við æfing hjá 5. bekk vegna árshátíðarinnar sem er á fimmtudaginn.
Og að hemja 11 ára drengi með trommur er mikið verk skal ég segja ykkur og krefst GÍFURLEGRAR þolinmæði.
Æfingin gekk vonum framar en í skipulagningunni láðist að spyrja mig hvort ég gæri verið í salnum á þeim tíma sem kennararnir höfðu pantað hann. Því þurfti ég að hlaupa enn aftur yfir götuna í næsta hús og kenna þar forskólanum mínum.
Óg vegna þessa knappa tíma hafði ég ekki getað stilt upp fyri komandi kennslu.
Kem því inn og byrja með miklum látum að stilla upp borðum og taka til hljóðfærin.
Þá heyrist í einni 6 ára: þetta er ekki þinn dagur.
UHhh.....ég góni á barnið og verður lítið um svör.
Held áfram að gera klárt og í öllum látunum missi ég tónstafina út um allt gólf.
Á mig horfa aftur tvö opin blá 6 ára augu með munn sem í vantar tvær framtennur og segir:
"ég ðaðði´ða, þett´ er ekki þinn dagur"
Ég hrundi niður í næsta stól og sprakk.
Enda átti barnið kollgátuna.
Restina af deginum spilaði ég eintóma steypu með kórunum og
var iðulega í annari tóntegund en þau.
Þetta var orðið svo broslegt að ein í unglingakórnum fór að skellihlæja.
Æi..stelpur þetta er ekki minn dagur verð ég að viðurkenna.
Nei... við höfum tekið eftir því.........

Þegar heim var komið
var bara fernt í stöðunni

kaffi

líkjör

kerti

jan johanson

Efnisorð:

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home