Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, mars 26, 2007

Loforð efnt

Um áramótin gaf ég loforð.
Á laugardaginn var komið að því að efna það.
Með hjartslátt af stressi í þeytingi mínum að redda öllu á laugardaginn fyrir
kl. 17.00 tókst mér að
  • þrífa húsið
  • rútta til stólum og borðum
  • ná í glös til brósa
  • versla snakk, ídýfur, grænmeti og drykkjarföng .
  • skera niður grænmetið og melónurnar
  • setja þetta allt í körfur og á bakka
  • koma fyrir glösum og blanda óáfenga drykkinn
  • keyra og sækja á skíðaæfingu
  • koma börnunum í pössun
  • redda rokkaranum handklæði og sjampói
  • fara í sturtu og gera mið klára fyrir árshátið kvennakórsins sem bar upp á sama kvöld

og Þessi kór með rokkarann minn innanborðs var boðið í kórpartý á heimili mitt hér á Ísafirði.

Eftir vel heppnaða tónleikana með þeim sem voru búnir kl. 17.00 þeysti ég á bláa frelsinu á árshátið kvennakórsins, stjórnaði þeim, borðaði góðan mat og skálaði.

Brá mér rétt sem snöggvast heim af árshátíðinni til að taka á móti ungmennunum 80 sem nota bene voru afskaplega prúð og kurteis. Þau sungu og voru með atriði og nokkrir sungu einsöng og spiluðu djass á falska píanóið mitt. Um miðnætti yfirgaf ég gleðskapinn og hélt í minn eiginn og dansaðin fram undir 3. Hrikalegt fjör og mikið sungið.

Þegar ég kom heim um nóttina var búið að taka allt af borðum og setja glös í uppþvottavélina.

Ég brosti hringinn.

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home