Páskafríið hefst í dag hjá mér eða svona næst um því.
Eiginlega ekki fyrr en á sunnudaginn þegar kórarnir mínir eru búnir að syngja í messu.
Var búin að hugsa mér að vera dugleg að fara á skíði í fríinu en úti er brjáluð rigning og ætli hún skoli ekki burt því sem eftir er af snjónum. Jæja, fer þá bara niður í geymslu og næ í hjólið mitt í staðinn svona þegar rigningunni og vindinum slotar og hjóla hér um fínu stígana.
Mér leiðist annars og er með hausverk.
Finn fyrir eirðarleysi og óþolinmæði.
Veit eiginlega ekki út af hverju.
Stundum líður manni bara svona.
Best að bíða og sjá hvort þetta fjúki ekki burt með vindinum.
Eiginlega ekki fyrr en á sunnudaginn þegar kórarnir mínir eru búnir að syngja í messu.
Var búin að hugsa mér að vera dugleg að fara á skíði í fríinu en úti er brjáluð rigning og ætli hún skoli ekki burt því sem eftir er af snjónum. Jæja, fer þá bara niður í geymslu og næ í hjólið mitt í staðinn svona þegar rigningunni og vindinum slotar og hjóla hér um fínu stígana.
Mér leiðist annars og er með hausverk.
Finn fyrir eirðarleysi og óþolinmæði.
Veit eiginlega ekki út af hverju.
Stundum líður manni bara svona.
Best að bíða og sjá hvort þetta fjúki ekki burt með vindinum.
6 Comments:
At 30/3/07 7:09 e.h., Nafnlaus said…
Kæra Syngibjörg, drottning Vestfjarða. Mikið væri nú óskaplega gaman að hitta þig næst þegar þú kemur til Köben. Sendu mér endilega póst á orgel@torg.is og segðu mér hvenær von er á þér. Vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt.
At 31/3/07 12:27 f.h., Syngibjörg said…
Hæ orgelstelpa. Hef samband:O)
sjáumst í köben.
At 31/3/07 3:53 f.h., Nafnlaus said…
Þú getur alltaf farið á sjóskíði.
At 31/3/07 11:17 f.h., Syngibjörg said…
Frábær hugmynd Svanfríður, hafði ekki látið mér það í hug.
At 31/3/07 11:23 f.h., Nafnlaus said…
þekki svona eirðarleysi allt of vel á eigin skinni. þetta líður hjá...
stundum getur verið gott að hlaupa í roki og garga soldið uppí vindinn
At 31/3/07 7:10 e.h., Syngibjörg said…
Já baun er það ekki merkilegt hvað það er gott að garga og sérstaklega upp í vindinn. Gerði það mikið á erfiðasta tímabili lífs míns hér fyrir 11 árum. Mæli með Ægisíðunni við flugvöllinn, gott að standa á grjóthnullungunum og garga.
Þarf að finna mér nýjan stað til að garga á.
Skrifa ummæli
<< Home