Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, apríl 12, 2007

uhu.......uhu.....

*sniff*

Er búin að uppgötva hvað ég er alveg hrikalega háð netinu.
Það er nefnilega svoleiðis að signalið inn í húsið mitt er ofur veikt þessa dagana.
Hef þ.a.l. ekki komist inn á neitt og líður mjög einangraðri.
Svo hér kemur stooooór stuuuuuuna.

Annars allt á fúll sving og páska óreglan að komast úr blóðinu.
Líður samt eins og það sé bómull í andlitsholunum.
Mjög spes.
Er að vísu laus við súkkulaði overdós en sit og horfi á 4 hálfétin
páskaegg heima hjá mér. Einhver annar en ég verður að taka það að sér að borða þetta
sökum míns fæðuóþols en ég fann engin egg búin til úr 70% súkkulaði en lfiði það alveg af.

Finnst kosningatímbilið arfaleiðinlegt og verð manna fegnust þegar maður verður laus við að horfa og hlusta á auglýsingar, umræður og rifrildi pólitíkusana.
Hef aldrei þótt þetta spennandi, sama hvað ég hef reynt að setja mig inn í málin og fylgjast með umræðum og vadved jeg.
En einhvernveginn á maður að hafa skoðun á því sem er að gerast í þjóðmálunum, og hafa áhrif með atkvæði sínu. Annars kemur út eins og manni sé bara alveg sama hver stjórnar og hvaða ákvarðanir eru teknar um framtíð okkar sem búum hér.

Já, lífið er plokkfiskur.

5 Comments:

  • At 12/4/07 1:34 e.h., Blogger GEN said…

    Plokkfiskur er vondur :-(

     
  • At 12/4/07 5:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    meh...

    Jón Lárus vill heldur ekki þessi hefðbundnu þannig að hann og Fífa bjuggu til páskaegg úr 70% súkkulaði fyrir hann. Og með sérvalið nammi innan í. Ég var lúxusdýr og fékk Neuhaus. Það var líka gott.

    En um að gera að neyta atkvæðisréttar. Og ekki hafa það stjórnarflokkana...

     
  • At 12/4/07 9:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ef lífið er eins og plokkfiskur er það þá bara ekki helv gott?:) Ég nefnilega elska plokkara.
    Hafðu það gott heillin. Svanfríður.

     
  • At 13/4/07 9:05 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Plokkfiskur er svo hversdagslegur og lífið einhvernveginn í stíl við það-stundum vont og stundum gott.
    Mig langar að nota mitt atkvæði og geri það að sjálfsögðu - hef bara ekki gert upp hug minn og finnst það erfitt.

    Geri eins og Jón Lárus næst, Hildigunnur, bý bara til mitt eigið. Hvar fær maður mót í slíkt??

     
  • At 13/4/07 1:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    oj plokkfiskur!

    segðu frekar að lífið sé humar:)

     

Skrifa ummæli

<< Home