Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Jæja þá er búið að hylja ummerki aldurs sem birtist í hársrótinni með regulegu millibili.
Þýðir víst lítið að fara til útlanda eins og skræpótt gæs.
Sat hjá mömmu í baðherberginu þar sem illa lyktandi vökvi var notaður til þessa arna.
Alltaf svo mikið að gera svona rétt áður en maður þarf að bregða sér af bæ.
Mundi t.d. allt í einu í dag að ég hafði glatað pin númerinu mínu á krítarkortinu.
Alveg í stíl við sjálfa mig því ég get ekki munað tölur.
Maður þarf alltaf að muna fleiri og fleiri aðgangsorð til að vera til og fúnkera í þessu þjóðfélagi.
Merkilegur andskoti.
Nema hvað að því var kippt í liðinn með faxi og annari nútímatækni.
Eina sem ég hef áhyggjur af og er í raun skíthrædd við, er að verða stoppuð til að gera grein fyrir fyrirbærinu sem þarf að taka með mér í skólann.
Mér tókst nefnilega að búa til barka og það úr mjög fínum föndurleir sem ég fékk hjá myndmentakennaranum.
Ætli ég setji hann ekki í einhvern kassa svo hann brotni ekki.
Það yrði nú ferlegur fjandi ef ég kæmist ekki með hann á áfangastað miðað við fyrirhöfnina sem fylgdi þessu.
Ég krossa bara fingur og vona það besta.

4 Comments:

  • At 26/4/07 4:28 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    ,,Kona stöðvuð í tollinum með barka..." :)
    Nei,nei, þetta gengur örugglega allt saman! Góða ferð!

     
  • At 26/4/07 6:15 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Nákvæmlega það sem ég sá fyrir mér:O)
    og takk Harpa.

     
  • At 26/4/07 11:25 e.h., Blogger Gróa said…

    Ertu sem sagt að koma kella mín?

    Hvenær kemuru? Á ég að sækja þig? Ætlaru að gista?

    ::) :)

     
  • At 28/4/07 9:41 f.h., Blogger agusta said…

    hæhæ...

    Ég hafði einmitt velt því sama fyrir mér ef þeir myndu nú rífa Stefán barkakall af mér í tollinum... hahahha þá yrði maður nú í djúpum...

    Sjáumst eftir smá... í sól og sumaryl...

    Kveðja Ágústa

     

Skrifa ummæli

<< Home