Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, apríl 29, 2007

Eyrna konfekt af verstu gerð

Ég mæli ekki með að maður ferðist til útlanda veikur og með massa hálsbólgu.
Og síður mæli ég með litlum svefni nóttina áður, reikjarmekki og háværri tónlist.
Röddin er einhversstaðar út í kú og ég get varla talað.
Í flugrútinni voru fleiri með mörlanda kvef því konan fyrir aftan mig saug STÖÐUGT upp í nefið. Og hljóðið sem hún framkvæmdi konan var eins og soghljóð í öndunarvél. Hélt á tímabili að hún væri hreinlega að deyja. Þetta ótrúlega soghljóð fór ekki vel í mín ósofandi eyru og lá við að ég snéri mér við og gerði .......þið vitið. Í félagsskap við soghljóðin kom hnerri með regulegu millibili, hósti og ræskingar annara farþega. Ég var orðin svo úrill að ég hét því að ferðast aldrei aftur án eyrnatappa. Í flugvélinni hefði ég þurft annað þarfaþing -nefnilega nefklemmur. Fyrir framan mig sátu æðislega sætir tvíburar svona eins árs dömur og alveg eins klæddar. Þær kúkuðu báðar á sig. Ungbarna kúkalykt er bara þolandi úr bleyjum manns eigin barna. Því var þetta ekki beint lyktin sem var efst á óskalistanum svona eldsnemma morguns og í ljósi þess að maður er komin úr allri þjálfun í umönnun ungbarna. Í örvæntingafullri tilraun minni til festa blund til að gera ferðina bærilegri reyndi ég að pakka mig inn í flísteppi og hagræða koddanum. Í flugtakinu hafði ég fengið hellur fyrir eyrun, sem eru enn ekki farnar, og gerði þrýstingurinn mér erfitt fyrir.
Dottaði og vaknaði með galopinn munn og lslef út á kinn. Aha, mjög dömulegt.
Þegar ég kom svo loks á Jansvej fór í í langþráða sturtu og hresstist töluvert við það.
Gekk út í sólina en hér blómstrar kínverskt kirsuberjatré í garðinum bleikum dásamlegum blómum. Fór út í búð að ná í morgunmat og ýmislegt smálegt. Stóð við kassann og ætlaði að borga en þar taka menn ekki mastercard. Pirrrr.......strunsaði alla leið til baka í hraðbankann, aftur í búðina og svo loks heim.
Hef verið undir sæng og horft á sólina út um gluggann það sem eftir liifir dags.
Já, fyrsti dagurinn í Kaupmannahöfn var nú svona.

7 Comments:

  • At 30/4/07 8:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æji þetta er nú ekki nógu góða byrjun á ferinni þinni, en ég vona svon innilega að þú hressist
    gangi þér val
    hv Hrafnhildur

     
  • At 30/4/07 10:52 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Fall er faraheill - er það ekki?

     
  • At 30/4/07 11:32 f.h., Blogger Gróa said…

    Leiðinlegt að ferðin skyldi byrja svona :(
    En þú hressist þegar þú mætir í skólann - þar er svo gaman, manstu !!!!

    Good luck dear.

     
  • At 30/4/07 12:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú verður að reyna að einbeita þér bara sem mest að sólinni og kirsuberjatrénu til að útiloka veikindin, snörlið, kúkafýluna, helluna og það allt!

    Svo tek ég bara undir með Hörpu J, fall ER fararheill, það er margsannað!

     
  • At 30/4/07 6:17 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Heimferðin verður vonandi betri og engin skemmtileg soghljóð eða hræðileg kúkalykt sem skemmir fyrir. Góða heimkomu.

     
  • At 1/5/07 5:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gangi þér vel Syngibjörg, þetta kemur allt saman:)

     
  • At 1/5/07 5:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    komst barkakýlið heilt á áfangastað?

     

Skrifa ummæli

<< Home