Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, maí 07, 2007

For (e) (your) eyes only

Æ ég er svo seinheppin.
Var að paufast með gleraugun mín.Þannig var að í vetur fékk ég í sárabætur fyrir umgjörð, sem var gölluð, sólgler með styrk í sem sett voru í þá umgjörð. Búðarkonana vildi endilega gefa mér hulstur utan um þau svona til að tryggja að ég færi enn sáttari út úr búðinni. PALOMA PICASSO stendur stórum stöfum utan á fagurrauða hulstrinu og fer sjálfsat ekki fram hjá neinum. Og ekki þeim sem með fingrafimi sinni náði að stela hulstrinu úr pokanum sem ég var með í strætó þegar ég var út í Köben um daginn. Nema í hulstrinu voru venjulegu gleraugun mín, því sólgleraugun voru á nefinu á mér, og ég á ekki von á því að nokkur maður geti gert sér einhvern mat úr þessum ránsfeng. Fékk að vita það í dag að ég þarf að bera kostnað upp á 15.000. kr. fyrir nýjum gleraugum og tryggingar borga rest. Er búin að velja mér nýja umgjörð en það er svona lán í óláni að þetta skuli hafa gerst því ég hef beðið eftir tvískiptu glerjunum mínum frá því seint í desember. Nú á ég sem sagt loksins von á þeim, og tryggingarnar borga. Stundum er trassaskapur sjóntækjafræðingsins viðskiptavininum í hag. Hef því sett upp gömlu gleraugun þegar linsunum sleppir og uppskorið mikinn hlátur barnanna minna því ég þyki víst ferlega hallærisleg með þau. Sú umgjörðin var valin því hún var ódýrasta eintakið í búðinni. Og samkvæmt fyrirmælum var mér fyrir bestu að velja hana. Set hana því ófús upp og tilneydd því hún minnir mig á tímann þegar ég var beygð og brotin kona. Vil helst ekki líta í spegil því þá sé ég konuna sem ég var. En ég veit að hún er ekki til lengur, bara spegilmynd hennar. Og í framhaldi af þessu fór ég að hugsa hvað litlir hlutir sem tilheyra lífi manns geta kallað fram sterk viðbrögð, minnt mann á og framkallað myndbrot. Ég er eiginlega hissa á að ég skuli ekki hafi fleygt þessum gleraugum því þau er tákngervingur svo margs sem tilheyrði því hræðilega lífi sem var. Er staðráðin í að setja þau í tunnuna þega þau nýju setjast á nefið.

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home