Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, maí 12, 2007

Stunga

Ég er ótrúlega lánsöm að hér er staddur háls-nef og eyrnalæknir. Í heimsókn til hans í dag fékk ég að vita orsökina fyrir hellunni sem hrjáð hefur mig síðan um mánaðamót. Það var vökvi á bak við hljóðhimnuna sem örsakaði hana og þrýstinginn. Og aðeins til eitt ráð. Stinga á hana. Í eyrun tróð hann bómull með deyfilyfi sem gerðu mig ringlaða og mig svimaði mikið. Eftir korter settist ég í stólinn og beið því sem verða vildi. Hann varaði mig við sársauka, sem betur fer, því þetta var sárt. Eftir hafa stungið, saug hann drulluna út og sagði að ég gæti átt von á að næstu daga myndi vætla gulur vökvi út um eyrun. En breytingin, maður minn.
Nú veit ég hvað það er sem börnin upplifa sem eru með í eyrunum og þurfa að fá rör. Mikið skil ég grátinn og vanlíðanina en ekki síst gleði foreldrana og barnanna sjálfra þegar rörin eru sett upp.
Ég fór og kaus, fékk mér kosningakaffi svo áður en ég fór heim og skreið upp í sófa. Hef í hyggju að eyða kvöldinu þar. Óska ykkur góðs júróvísjón og kosningakvölds.

5 Comments:

  • At 13/5/07 12:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að heyra Ingibörg mín og ég er virkilega glöð að eitthvað var hægt að gera!!! Gangi þér allt í haginn vinkona góð!! skemmti mér í kvöld við söng á norsku þar sem í heimsókn hjá systur minni eru tvær systur frá Norge og ég að halda þeim smá teiti! fer svo með þær í einhverja skemmtilega ferð á morgun austur í sveitir.
    Kveðja :) Oddný

     
  • At 13/5/07 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Áááiii!!! Ég fæ bara hroll við að lesa þetta. En ég samgleðst þér að hafa fengið heyrnina aftur.
    Bestu kveðjur, Jóna

     
  • At 13/5/07 2:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æ, greyið mitt. en nú batnar þér:)

     
  • At 14/5/07 9:41 f.h., Blogger Gróa said…

    En hvað mér datt í hug að þetta þyrfti að gera.
    Gasalega er ég glöð að þetta gekk vel og þú hætt að þjást.
    Bestu batakveðjur,
    Gróa.

     
  • At 14/5/07 2:20 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Til hamingju með að vera (bráðum) laus við þetta!

     

Skrifa ummæli

<< Home