Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, maí 11, 2007

Brrrr........

Mér er svo kaaaalt.
Lyfin frá doctor brilljantis virkuðu ekki.
Hellan dvelur því enn í mínum eyrum og gerir mér lífið nánast óbærilegt.
Hún þrýstir á hljóðhimnuna og myndar mikið suð.
Mér líður best þegar ég halla höfðinu alveg aftur og horfi beint upp í loftið.
En það er frekar óheppileg staða svona í daglegu lífi svo hún er eiginlega ekki brúkleg.

Verst er hinsvegar að beygja sig niður því þá þrýstist á hljóðhimnuna með svo miklum krafti að ég missi eiginlega jafnvægið þegar ég reisi mig upp.
Bíð spennt að vita hvað háls-nef og eyrnalæknirinn segir á morgunn.
Held ég leggi mig í þeirri von að ná úr mér þessum hrolli.

6 Comments:

  • At 11/5/07 5:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æ, ósköp eru að heyra. sendi þér hlýjar batnkveðjur að sönnan:)

     
  • At 12/5/07 12:26 f.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    já ekki hljómar það vel, getur fengið restina af orkustraumunum mínum ef þú vilt, þar sem ég er búin í prófum. Gjössovel.

     
  • At 12/5/07 5:10 f.h., Blogger Casey Klahn said…

    You have been "tagged" at TheColorist. Will you play this game?
    Thank you!

     
  • At 12/5/07 8:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ekki er gott að heyra. Fékk svona eða eitthvað sambærilegt eftir fensu fyrir nokkrum árum og það var þar í ma...........rga mánuði, ekkert hægt að gera sögðu doktorarnir, hellan veður að fara af sjálfu sér!!! Það versta var þegar kórinn söng uppfyrir c' þá urgaði í hausnum á mér eins og biluðum hátalara og að syngja sjálf var óbærilegt. Ég get þó huggað þig við það að það FÓR að lokum en mér fannst þetta heil eilífð(sem það var).
    Samúðarkveðjur
    Oddný

     
  • At 12/5/07 12:18 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir kveðjurnar. Ég bara vil ekki trúa því að það sé ekkert hægt að gera Oddný, fer þá endanlega yfir um -margir tónleikar framundan bæði sem ég þarf að syngja á og stjórna.

     
  • At 12/5/07 12:36 e.h., Blogger agusta said…

    jiiiminn.. elsku konan mín... mér finnst þetta hræðilegt að heyra og ég bið fyrir því að læknirinn finni einhverja bót í máli...

    Gangi þér vel elsku Bjarney mín...

    Takk fyrir hver þú ert...

    Þín Ágústa

     

Skrifa ummæli

<< Home