Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Á þessum sólgula heiðskíra degi (með nefið fullt af skít og hálsinn hóstandi) ætti maður að vera skoppandi kátur og hlaupa út í daginn með fangið fullt af bjartsýni.
Í speglinum sé ég bauga, rautt og útúrsnýtt nef með þurrkublettum og galtóm augu.
Krítarhvíta húð og þornaðar varir.

Mig vantar klemmur.
Fyrir þvottinn og mig.

5 Comments:

  • At 15/5/07 5:44 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Það er því miður ekki alltaf boðið upp á hoppandi kátínu í þessu lífi. Verð væntanlega nágranni þinn um Hvítasunnuna - bjalla í þig!

     
  • At 15/5/07 5:52 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Bíð eftir bjölluhljóm.

     
  • At 15/5/07 6:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ósköp er að heyra, láttu þér nú fara að batna, ekkert vit í þessu!

     
  • At 15/5/07 11:03 e.h., Blogger agusta said…

    Elsku kellingin mín... mér þykir þetta ömurlegt en vonandi fer sumarið að banka á hjartadyr þínar þannig að augun verði allavegana með líf...

    Smile though your heart is aching
    Smile even though its breaking
    When there are clouds in the sky, youll get by
    If you smile through your fear and sorrow
    Smile and maybe tomorrow
    Youll see the sun come shining through for you

    Light up your face with gladness
    Hide every trace of sadness
    Although a tear may be ever so near
    Thats the time you must keep on trying
    Smile, whats the use of crying?
    Youll find that life is still worthwhile
    If you just smile


    Elska þig!

     
  • At 16/5/07 10:56 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk elskurnar mínar:O)

     

Skrifa ummæli

<< Home