Í dag skein sól á sundin blá....
...... og fjörðurinn minn skartaði sínu fegursta.
Enn er kalt, úlpu, húfu og vettlinga- veður.
Þetta er þó allt að koma og snjórinn smám saman að bráðna.
Fékk dýrðlegan mat og vín í gærkveldi.
Eftir miklar tilraunir með að fá leigubíl til að komast heim úr boðinu brugðum við á það ráð að labba niður í bæ til að sjá hvort hann yrði ekki á vegi okkar. Og þar sem við dömurnar vorum í fínum háhæluðum skóm og "doltið"!! kalt úti bauðst gestgjafinn til að lána okkur dömunum betri skó til að ganga á. Heppnin var með mér því hún er ein af fáum konum sem notar sömu skóstærð eða skulum við segja skósmæð og ég.
Ég gekk því bókstaflega í sporum sýslumannsins niður í bæ í gærkveldi.
Og til að gera langa sögu stutta komst ég loks heim klukkan þrjú í nótt og ekki var það vegna þess að ég náði í helv.... leigubílinn.
Nei, var boðið far af góðu fólki.
Stundum getur verið gott að búa þar sem allir þekkja alla.
Enn er kalt, úlpu, húfu og vettlinga- veður.
Þetta er þó allt að koma og snjórinn smám saman að bráðna.
Fékk dýrðlegan mat og vín í gærkveldi.
Eftir miklar tilraunir með að fá leigubíl til að komast heim úr boðinu brugðum við á það ráð að labba niður í bæ til að sjá hvort hann yrði ekki á vegi okkar. Og þar sem við dömurnar vorum í fínum háhæluðum skóm og "doltið"!! kalt úti bauðst gestgjafinn til að lána okkur dömunum betri skó til að ganga á. Heppnin var með mér því hún er ein af fáum konum sem notar sömu skóstærð eða skulum við segja skósmæð og ég.
Ég gekk því bókstaflega í sporum sýslumannsins niður í bæ í gærkveldi.
Og til að gera langa sögu stutta komst ég loks heim klukkan þrjú í nótt og ekki var það vegna þess að ég náði í helv.... leigubílinn.
Nei, var boðið far af góðu fólki.
Stundum getur verið gott að búa þar sem allir þekkja alla.
2 Comments:
At 27/5/07 11:51 e.h., Nafnlaus said…
Er það ekki á pollinn bláa? Bara spyr.
At 28/5/07 10:13 e.h., Syngibjörg said…
Jú Sveinn, það er pollurinn, sem alltaf er blár:O)
Skrifa ummæli
<< Home