Rifjaði upp og
sýndi gamla takta í gærkveldi.
Þrammaði langa vegalengd í hinu nýja menningarhúsi okkar, Edinborg, með sjóðandi heita diska í höndunum og sósu slettur í nýja hvíta bolnum mínum. Í salnum var "guðdómleg" ilmvatnslykt fagurra kvenna á miðjum aldri. Ótrúlegt hvað sumar konur hafa lítinn smekk fyrir ilmvötnum og úða á sig einhverri fýlu sem magnast upp og verður að fnyk. Og svo þegar þessi fnykur blandast matarilm verður til ótrúleg lofttegund sem fær mann til að hlaupa hraðar með diskana til að komast sem fyrst út aftur. Magnað. Slapp heim undir morgunn þegar eldhúsið var úr hættu ástandi og reyndi að blunda þar til birtan varð óbærileg fyrir augun og eina sem hægt var að gera í stöðunni var að staulast fram úr og hita sér gott kaffi. Tásueymsl og mjaðmarverkir hafa verið með mér í dag. Það er á svona stundum sem ég skynja þörfina fyrir að eiga heitann pott.
Þrammaði langa vegalengd í hinu nýja menningarhúsi okkar, Edinborg, með sjóðandi heita diska í höndunum og sósu slettur í nýja hvíta bolnum mínum. Í salnum var "guðdómleg" ilmvatnslykt fagurra kvenna á miðjum aldri. Ótrúlegt hvað sumar konur hafa lítinn smekk fyrir ilmvötnum og úða á sig einhverri fýlu sem magnast upp og verður að fnyk. Og svo þegar þessi fnykur blandast matarilm verður til ótrúleg lofttegund sem fær mann til að hlaupa hraðar með diskana til að komast sem fyrst út aftur. Magnað. Slapp heim undir morgunn þegar eldhúsið var úr hættu ástandi og reyndi að blunda þar til birtan varð óbærileg fyrir augun og eina sem hægt var að gera í stöðunni var að staulast fram úr og hita sér gott kaffi. Tásueymsl og mjaðmarverkir hafa verið með mér í dag. Það er á svona stundum sem ég skynja þörfina fyrir að eiga heitann pott.
3 Comments:
At 24/6/07 11:58 e.h., Nafnlaus said…
ooooooOOOOOJJJJ.
Full ástæða fyrir ilmvatnsbanni í kórum sem innihalda "þroskaðar konur"
Pottar eru góðir, mig langar í heitan pott...
At 25/6/07 12:42 f.h., Nafnlaus said…
Sammála, sammála. Óþolandi.
At 25/6/07 1:44 e.h., Elísabet said…
sammála, þoli ekki ilmvatnsfýlu, nota aldrei svoleiðis sjálf. alveg magnað hvað eldri konur úða þessu á sig í óhófi.
Skrifa ummæli
<< Home