Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, júní 27, 2007

Veikindi spyrja ekki um árstíma.

Frumburðurinn réði sig í sumarvinnu hér á Ísafirði. Byrjaði svo að hósta eftir að hafa unnið í 10 daga. Var heima í viku því hitinn ætlaði aldrei að lækka. Druslaðist svo aftur í vinnuna því það er svo ömurlega leiðinlegt að hanga einn heima og svo er svo gott veður úti kvartaði hann. Eftir 3 daga í vinnu var hitinn rokinn aftur upp og hann kyrsettur heima. Hóstinn hefur verið slíkur að kallinn kúgast í hvert skipti sem hann hóstar. Fyrir helgi var farið með hann til læknis. Var sendur heim með parkódín. Staðan sú sama í gær og mömmunni ekki farið að standa á sama. Pantaði tíma hjá lækni og þá kom sjúkdómsgreiningin eftir pot, hlust, og myndatöku.
Krakkinn er með lungnabólgu.
Og sólin heldur áfram að skína því það er jú sumar.

7 Comments:

  • At 27/6/07 11:09 f.h., Blogger Blinda said…

    Fínt að fá parkódín við lungnabólgu mar. Fávitar.

    Bið að heilsa lasaling. :-)

     
  • At 27/6/07 12:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ æ, sendi batnikveðjur.

     
  • At 27/6/07 4:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    úff :o

    Parkódín er hóstastillandi, mjöög gáfulegt að halda slíminu niðri...

    gott batn og láttu hann halda sig heima þar til þetta er ALVEG komið. Ég fór allt of snemma út enda sló mér niður.

     
  • At 28/6/07 9:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æ, ljótt er að heyra.

    batnkveðjur til sonarins, vona að þetta gangi sem allra best.

     
  • At 28/6/07 10:49 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir kveðjurnar dömur mínar.
    Þetta kemur hægt og rólega og hann á að halda sér inni fram yfir næstu helgi.

     
  • At 28/6/07 5:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Omg...bestu kveðjur til Rokkarans

     
  • At 29/6/07 9:14 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Æ en glatað! En nú hlýtur þetta að koma fyrst hann er loksins búinn að fá rétta sjúkdómsgreiningu. Góðan bata!

     

Skrifa ummæli

<< Home