Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Gjöf

Ég fékk gefins gasgrill í gær. Það lítur út eins og splunkunýtt og ónotað. Fyrri eigandi hafði lítið notað það, og fannst það taka allt of mikið pláss á svölunum hjá sér. Ég er ekkert fyrir að grilla sagði´hann þegar ég sótti það í gærkveldi og ég held að þú hafir miklu meiri not fyrir það en við.
Og er það eiginlega alveg rétt hjá honum.
Í kvöld verður það vígt enda skín sólin og veðrið hreinlega biður mann um að vera úti.
Nú þarf bara að taka ákvörðun um hvað á að elda til að vígja gripinn.

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home