Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, júní 29, 2007

Í glasinu mínu.


Er með þessa tegund af rauðu í glasinu mínu. Fór í Vínbúðina áðan og þar voru til tvær tegundir af tveggja glasa flöskum. Þessi og svo Delicado. Held þetta verði bara ágætt með kjúklingnum sem bíður þess að fara á "nýja" grillið. Þetta er ekkert súpervín en þegar maður stendur frammi fyrir því að heil flaska fyrir eina litla konu er kannski svona fullmikið, þá lætur maður sig hafa þetta. Og svo eru allir í burtu. Ekki hægt að bjóða neinum í mat og hafa þar með ástæðu til að opna eina heila og fína. O jæja, hvað er maður að kvarta á svona fallegu síðdegi. Sá reyndar í hommaþættinum að hægt er að geyma rauðvín í plastflösku með tappa ef maður fyllir hana upp að öxlum. Vínið á að geymast í 2-3 daga þannig. Skál fyrir sumrinu annars, brosum og verum glöð.

6 Comments:

  • At 29/6/07 7:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    iss elskan mín! ef þú færð þér sæmilegan vínflöskutappa í næstu búsáhaldabúð sem er vel loftþéttur þá geturðu sko vel geymt vín í flösku í viku - tíu daga.. Svo segja læknarnir okkur að það sé alveg meinhollt að drekka eitt glas af rauðvíni á dag og þar sem það eru 4-5 glös í flöskunni er engin þörf fyrir vínið að endast einu sinni svo lengi ;)

    Getur líka kippt einum rosenthal tappa næst þegar þú ert í köben, ég á þanneigin og hann svínvirkar!

     
  • At 29/6/07 7:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Staðfesti það sem Hallveig segir. Skál!

     
  • At 29/6/07 8:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    skál! habbðu það gott gæskan:)

     
  • At 29/6/07 8:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Guinness hér, skál.

     
  • At 29/6/07 10:08 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hallveig: takk fyrir þessa fínu ábendingu. Kaupi sko þennan tappa í næstu ferð í ágúst.

    Og þið hin; ykkar skál!!!

     
  • At 30/6/07 1:36 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Sniðugt!

     

Skrifa ummæli

<< Home