Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Dekur

Í gærkveldi kom faðir minn í heimsókn vopnaður borvél, sverustu krókum sem ég hef séð og einhverjum patent lásum. Eftir að hafa prílað upp á stól og borað göt kom hann öðrum króknum fyrir, og svo hinum og allt í réttri fjarlægð frá hvor öðrum. Svo var tekið við að mæla hæðina og stilla. Og þarna á svölunum dinglaði svo flotta röndótta hengirúmið mitt. Í morgun fór ég út og lúrði smá stund þar og lét sólina skína á mig. Það er dásamlegt.

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home