Dekur
Í gærkveldi kom faðir minn í heimsókn vopnaður borvél, sverustu krókum sem ég hef séð og einhverjum patent lásum. Eftir að hafa prílað upp á stól og borað göt kom hann öðrum króknum fyrir, og svo hinum og allt í réttri fjarlægð frá hvor öðrum. Svo var tekið við að mæla hæðina og stilla. Og þarna á svölunum dinglaði svo flotta röndótta hengirúmið mitt. Í morgun fór ég út og lúrði smá stund þar og lét sólina skína á mig. Það er dásamlegt.
6 Comments:
At 4/7/07 6:05 e.h., Gróa said…
Svona pabbar eru demantar !!! óborganlegir gullmolar :) :) :) Þekki einn :)
At 4/7/07 6:09 e.h., Syngibjörg said…
Mikið sem ég er sammála þér.
At 5/7/07 12:09 e.h., Nafnlaus said…
Frábært, maður verður nú að fá mynd af þessu eða er það ekki?
At 5/7/07 1:21 e.h., Nafnlaus said…
niiiiiice...
At 5/7/07 1:34 e.h., Syngibjörg said…
Mynd get ég því miður ekki tekið því vélin mín er í viðgerð og ábyrgðarskírteinið finnst ekki. Svo ég er í vondum málum -eiginlega.
At 11/7/07 12:21 f.h., Harpa Jónsdóttir said…
Svalt! - hengirúmið, ekki myndavélin :)
Skrifa ummæli
<< Home