Er ég ríkur, mamma?
"Mamma við verðum að fara með hann í bankann. Sko, sjáðu það kemst ekki meiri peningur í hann". Fyrir framan mig stendur Snáðinn með Georg baukinn sinn og bunar þessu út úr sér af mikilli sannfæringu. Við settum því á okkur hjálmana og lögðum af stað hjólandi í bæinn, hann með Georg í bakpokanum og sælubros á vör. Í bankanum tók þjónustufulltrúinn okkar á móti okkur og hann rétti henni hróðugur baukinn. Vá, hvað hann er fullur sagð´ún, já ég er búinn að vera svo duglegur að safna svaraði hann hróðugur. Á meðan vélin flokkaði aurinn stóð hann fyrir framan afgreiðsluborðið og beið spenntur. Mamma, það er rosalega mikill peningur í bauknum, heyrirðu í þeim? Jæja, þetta eru heilar 5324 krónur. Váááá..... er það ekki mikill peningur mamma? það held ég svaraði ég. OG hvað ætlar þú að gera við allan peninginn spurði þjónustufulltrúinn? ég ætla að fá "galdreyrir" svona útlenska peninga svaraði hann.
Og hvert ertu að fara? Til Kanarí!!!
Út úr bankanum kom Snáðinn með 62 evrur, Latabæjarbuddu og kælitösku. Á leiðinni heim þurfti hann að stoppa nokkru sinnum, taka budduna upp úr bakpokanum, skoða peninginn og spyrja hvort bankin ætti núna peninginn sem var í bauknum. Um kvöldið sofnaði hann með hana í fanginu. Tveim dögum seinna voru staddir hjá okku gestir. Snáðinn vildi auðvita sýna fjársóðinn sinn en þurfti fyrst að fara og pissa. Eitthvað dvelur hann inn á baði svo ég fer að gá að honum. Stendur hann þá ekki fyrir framan vaskinn, veskið blautt og peingarnir allir saman klístraði. Hann alveg miður sín og ætlaði aldrei að segja mér hvað hafði komið fyrir. Jú, þá var það þannig að "ég var sko að pissa og var með veskið í annari hendinni til að passa það en þá sko datt það bara í klósettið". Er það nokkuð ónýtt????? Hann átti bágt með sig og var alveg að fara að gráta en ég með hláturinn í maganum fullvissaði hann um að það væri hægt að skola, þrífa og þurrka veskið og peninginn. Veskið fór því á ofninn og peiningarnir á moggann. Gestirnir voru fullir samúðar og snáðinn hélt reisn sinni í þessum frekar vandræðalegu aðstæðum.
Og hvert ertu að fara? Til Kanarí!!!
Út úr bankanum kom Snáðinn með 62 evrur, Latabæjarbuddu og kælitösku. Á leiðinni heim þurfti hann að stoppa nokkru sinnum, taka budduna upp úr bakpokanum, skoða peninginn og spyrja hvort bankin ætti núna peninginn sem var í bauknum. Um kvöldið sofnaði hann með hana í fanginu. Tveim dögum seinna voru staddir hjá okku gestir. Snáðinn vildi auðvita sýna fjársóðinn sinn en þurfti fyrst að fara og pissa. Eitthvað dvelur hann inn á baði svo ég fer að gá að honum. Stendur hann þá ekki fyrir framan vaskinn, veskið blautt og peingarnir allir saman klístraði. Hann alveg miður sín og ætlaði aldrei að segja mér hvað hafði komið fyrir. Jú, þá var það þannig að "ég var sko að pissa og var með veskið í annari hendinni til að passa það en þá sko datt það bara í klósettið". Er það nokkuð ónýtt????? Hann átti bágt með sig og var alveg að fara að gráta en ég með hláturinn í maganum fullvissaði hann um að það væri hægt að skola, þrífa og þurrka veskið og peninginn. Veskið fór því á ofninn og peiningarnir á moggann. Gestirnir voru fullir samúðar og snáðinn hélt reisn sinni í þessum frekar vandræðalegu aðstæðum.
6 Comments:
At 24/7/07 11:36 f.h., Fríða said…
Þetta er alveg stórkostleg saga :)
At 24/7/07 1:13 e.h., Ameríkufari segir fréttir said…
Þetta var svo yndislegt að ég fékk tár í augun.
At 24/7/07 7:07 e.h., Nafnlaus said…
æ, greyskinnið, mikið var þetta sætt:)
þú getur sagt honum að peningaseðlar þoli m.a.s. þvott í þvottavél
At 24/7/07 10:46 e.h., Nafnlaus said…
Krúsi búsi.
At 25/7/07 2:32 e.h., Gróa said…
Börn eru alltaf sömu snillingarnir. Hjá þeim verða til gullkorn í minningasjóðinn :)
At 25/7/07 10:08 e.h., Nafnlaus said…
dúllus maximus!
Skrifa ummæli
<< Home