Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Hér er sitt lítið af hverju sem tilheyrir klukki frá fröken Baun

Hér fylgja átta uppljóstranir um fröken Syngibjörgu.

1.Nafn mitt kemur frá ömmu minni sem var skírð eftir afa sínum Bjarna og ömmi sinni Ingibjörgu og fékk því þessa undarlegu samsetningu Bjarney Ingibjörg. Það er frekar óþjált í munni og var amma mín alltaf kölluð Eyja Ólafs. Foreldrum mínum hugnaðist ekki að ég yrði kölluð Eyja því þá fengi ég viðhengið "litla" og var ekki ábætandi því ég var og er afskaplega lítil manneskja. Ég var því kölluð Ingibjörg í mínum uppvexti. Þegar ég flyt suður til Reykjavíkur til að stunda framhaldsnám þá var ég skráð samkvæmt kennitölu Bjarney I Gunnlaugsdóttir því nafnið er það langt að það kemst ekki allt fyrir í þjóðskrá. Út úr þessu fór hin ýmsi ruglingur af stað því sumir þekktu mig undir nafninu Bjarney en aðrir Ingibjörgu. Í dag kynni ég mig með fullu nafni og er farin að nota bæði nöfnin og verð að viðurkenna að mér finns Bjarneyjar nafnið fallegra.

2.Þegar bróðir minn var 2ja og ég 6, stökk hann í fangið á mér ofan af eldhúsborðinu. Ég fisið gat ekki gripið hann og skall hann því með ennið á hornið á borðinu og fékk við það stóra kúlu sem breyttist í horn. Það er þar enn 34 árum seinna.

3. Alltaf þegar ég reiddist missti ég málið, fann tárin leka niður kinnina og hljóp svo inn í herbergi bölvandi sjálfri mér því ég gaf þá mynd af mér að ég væri grenjuskjóða.

4. Ég eyðilagði gírana í bílnum hans pabba þegar ég var 18 ára og bróðir minn hló sig máttlausann yfir klaufaskapnum.

5. Ég get snögg reiðst en það er fjótt úr mér aftur og ég er ekki langrækin.

6. Ég er of þolinmóð og með allt of mikið langlundargeð sem gerir það að verkum að fólk hefur misnotað það í einum of miklum mæli.

7. Ég get verið mjög skipulögð og komið miklu í verk á stuttum tíma.

8. Þegar ég var 10 ára stóð ég upp á gamalli öskutunnu í miklu roki, tók um faldinn á úlpunni minni og breiddi hana út fyrir aftan bak og flaug í bókstaflegri merkingu. Þá fannst mér flott að vera lítil og nett. Enda kallaði afi minn mig Fingurbjörgina sína.

Ég ætla að klukka; Halldísi, Meðalmanninn, Sópranínu, Parísardömuna, Flókatónið og Blindu í von um að hún gefi frá sér eitthvað lífsmark.

4 Comments:

  • At 18/7/07 10:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þú ert nú enn ákaflega nett og gætir ábyggilega flogið:)

     
  • At 18/7/07 5:00 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ég hef tekist á loft í miklum vindhviðum eftir að ég varð fullorðin en í hræðslunni sem grípur mig gleymi ég alltaf að taka í faldinn á úlpunni og ná mér í almennilega flugferð.

     
  • At 18/7/07 7:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    úff! er mesta pressan á mér því ég er talin fyrst upp? tölvan mín er í viðgerð (er í vinnunni núna) en ég ræðst í þetta verkefni um leið og ég sæki hana.

     
  • At 19/7/07 1:24 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Neinei Halldís mín, bara svona þegar þú hefur tíma:O)

     

Skrifa ummæli

<< Home