Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Og hvað skal til bragðs taka?

Þó sumarfríið mitt hafi og sé enn alveg dásemdin ein þá er tvennt sem ég hef verið án.
Myndavélin er búin að vera í viðgerð síðan í júní því ábyrgðarskírteinið finnst ekki og ef ég framvísa því ekki svarar viðgerðin ekki kostnaði.
Hitt fer að vera öllu verra og er farið að gera vart við smá titringi í raddböndunum hjá Syngibjörgu þegar hún talar um það.
Bláa frelsið, Ljónið á veginum, er búið að vera á bílaverkstæðinu í heila 13 daga því enginn veit hvað er að honum. Fyrirhuguð er ferð jafnvel í Hrútafjörðinn á leið til Reykjavíkur áður en farið verður í hið eiginlega sumarfrí til Kanarí. Ef hann fær ekki bót sinna meina kostar það flugferð héðan frá Ísafirði með einokunarfyrirtækinu Flugfélagi Íslands.
Og buddan mín gerði nú ekki ráð fyrir því.
Mér finnst þetta fúlt.

3 Comments:

  • At 25/7/07 11:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæ vinkona
    þetta er nú ekki nógu gott með bílinn þinn, ekki góð þjónustu þetta, verðum í bandi
    kv Hrafnhildur

     
  • At 25/7/07 2:31 e.h., Blogger Gróa said…

    Það er alltaf hálf hallærislegt þegar bifvélavirkjar finna ekki hvað er að bílunum :( Hvar er fagmennskan ? Eða húsabyggingameistarar sem selja nýjar íbúðir þar sem flæðir út á gólf úr sturtunni, því það er enginn halli á gólfinu :( eða "eyjan" er svo stutt út á gólfinu að það er ekki hægt að opna uppþvottavélina hinum megin !!!!!
    Ég spyr aftur: Hvar er fagmennskan ???????

    Sjáumst bráðum :)

     
  • At 25/7/07 4:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ææææ, vona að úr rætist mín kæra, sendi þér góða strauma:)

     

Skrifa ummæli

<< Home